Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   fim 02. júní 2022 14:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ein magnaðasta mannvera sem ég hef kynnst á ævinni og ég lít upp til hans á hverjum einasta degi"
Marcel Römer, fyrirliði Lyngby.
Marcel Römer, fyrirliði Lyngby.
Mynd: Getty Images
Sævar Atli
Sævar Atli
Mynd: Per Kjærbye
Fyrirliði Lyngby, Marcel Römer, varð fyrir miklu áfalli þegar eiginkona hans lést fyrir þremur mánuðum. Römer fór í leyfi. Tímabilið hélt áfram og Lyngby náði sínu markmiði að komast upp um deild.

Sjá einnig:
Lyngby stendur saman eftir óvænt fráfall eiginkonu fyrirliðans

Sævar Atli Magnússon og Freyr Alexandersson ræddu við Fótbolta.net á sunnudag.

„Við lentum í sorglegu atviki þegar fyrirliðinn okkar missti eiginkonu sína. Fyrirliðinn okkar er ein magnaðasta mannvera sem ég hef kynnst á ævinni. Ég lít upp til hans á hverjum einasta degi. Fyrst þegar ég kom til félagsins þá tók hann á móti mér og vildi gera allt fyrir mig. Þetta þétti okkur klárlega saman. Við höfum lent í ýmsu og þetta er gjörsamlega mögnuð liðsheild," sagði Sævar Atli.

„Það er búið að ganga rosalega mikið á. Ég veit ekki hvort ég eigi að fara eitthvað mikið nánar út í það; innan vallar og utan, það voru vandamál sem við þurftum að takast á við. Það þétti okkur rosalega saman. Ég sá nýjar hliðar á fótboltanum í kjölfarið þar sem menn opnuðu sig á annan hátt. Það er mikið bræðralag í liðinu."

„Það er þeirra kredit. Ég reyndi að halda utan um þetta sem leiðtogi liðsins og stýra þessu í réttar áttir en í fyrsta lagi hvernig fyrirliðinn, Marcel, tókst á við sitt áfall og opnaði sig og við fengum hjálp við að takast á því við og ég mun aldrei upplifa þetta aftur, sem betur fer, því þetta var rosalega erfitt, en hvernig hann leiddi hópinn og við í sameiningu tókumst á við þetta, það er erfitt að lýsa þessu hvernig menn opnuðu sig og við þéttum okkur saman,"
sagði Freyr við Fótbolta.net.

Sjá einnig:
Þjöppuðu sér saman eftir að fyrirliðinn missti eiginkonu sína - „Mun aldrei upplifa þetta aftur"
Sævar Atli: Magnaðasta sem ég hef upplifað
Freysi: Þetta er stórt og mér þykir mjög vænt um þetta
Athugasemdir
banner
banner
banner