Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 09. ágúst 2020 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Faðir Bellingham ósáttur: Skáldað bull sett í sviðsljósið
Jude Bellingham yfirgaf Birmingham fyrir Dortmund.
Jude Bellingham yfirgaf Birmingham fyrir Dortmund.
Mynd: Getty Images
Faðir Jude Bellingham er afar ósáttur með fréttaflutning ESPN af syni sínum.

Borussia Dortmund keypti á dögunum miðjumanninn unga frá Birmingham á 22,75 milljónir punda. Hinn 17 ára gamli Bellingham vakti athygli með Birmingham í Championship deildinni á síðasta tímabili.

Manchester United hafði einnig mikinn áhuga á að fá Bellingham í sínar raðir. ESPN sagði frá því að United hafi ekki verið tilbúið að greiða Bellingham 56 þúsund pund í laun á viku líkt og Dortmund gerði og því hafi ekkert orðið af samningum.

Faðir Bellingham, Mark, fór á Twitter og sagði sína skoðun. Hann segir þetta algjört bull.

„Hversu mikil vonbrigði er það að blaðamennska er dáin og svona skáldað bull er sett út í sviðsljósið?" skrifaði Mark Bellingham. „Af hverju að reyna að skapa neikvæða sögulínu um gráðugan fótboltamann þegar öll hegðun gefur annað til kynna?"

Hér að neðan má sjá tístið.


Athugasemdir
banner
banner
banner