Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   sun 09. ágúst 2020 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Faðir Bellingham ósáttur: Skáldað bull sett í sviðsljósið
Faðir Jude Bellingham er afar ósáttur með fréttaflutning ESPN af syni sínum.

Borussia Dortmund keypti á dögunum miðjumanninn unga frá Birmingham á 22,75 milljónir punda. Hinn 17 ára gamli Bellingham vakti athygli með Birmingham í Championship deildinni á síðasta tímabili.

Manchester United hafði einnig mikinn áhuga á að fá Bellingham í sínar raðir. ESPN sagði frá því að United hafi ekki verið tilbúið að greiða Bellingham 56 þúsund pund í laun á viku líkt og Dortmund gerði og því hafi ekkert orðið af samningum.

Faðir Bellingham, Mark, fór á Twitter og sagði sína skoðun. Hann segir þetta algjört bull.

„Hversu mikil vonbrigði er það að blaðamennska er dáin og svona skáldað bull er sett út í sviðsljósið?" skrifaði Mark Bellingham. „Af hverju að reyna að skapa neikvæða sögulínu um gráðugan fótboltamann þegar öll hegðun gefur annað til kynna?"

Hér að neðan má sjá tístið.


Athugasemdir
banner