Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 09. september 2021 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Auðvitað vilja menn spila, annað væri skrítið"
Icelandair
Gísli Eyjólfsson á landsliðsæfingu.
Gísli Eyjólfsson á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gísli Eyjólfsson var kallaður inn í íslenska landsliðshópinn fyrir einni og hálfri viku síðan og var með hópnum í verkefninu sem lauk í gær. Ísland spilaði þrjá leiki og var Gísli í leikmannahóp á leikdegi í tvígang.

Gísli, sem er leikmaður Breiðabliks, kom ekki inn á í þeim tveimur leikjum sem hann var í hóp. Fótbolti.net ræddi við Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks, um Gísla í dag.

„Ég held að hann komi reynslunni ríkari úr þessu verkefni, hungraður jafnvel. Hann var á æfingu í morgun og var mjög ferskur, gríðarlega kraftmikill og öflugur. Ég held að þessi reynsla geri ekkert annað en að hjálpa þessum strákum," sagði Óskar.

„Auðvitað vilja menn spila, annað væri skrítið, en það kemur enginn af þessum strákum sem eru að spila hérna í Pepsi Max-deildinni með neitt annað en mikla reynslu og lærdóm út úr svona verkefni. Ég vona bara að það seytli niður til hinna leikmannana í liðinu. Mér finnst það bara frábært að við eigum landsliðsmann."

Fannst þér Gísli hafa átt skilið að fá tækifærið í þessu verkefni?

„Já, það fannst mér. Mér finnst hann vera búinn að vera feykilega öflugur í sumar og hann, og kannski fleiri í Blikaliðinu, gerðu tilkall til sætis í þessum hóp."

„Ég ætla ekki að fara segja Arnari Þór Viðarssyni hvernig hann á að velja hópinn. Ég er fyrst og fremst ánægður að leikmaður frá okkur sé í þessum hóp, það er ekki sjálfsagt að leikmenn í Pepsi Max-deildinni séu í landsliðshóp. Við bara gleðjumst yfir því,"
sagði Óskar.

Gísli hefur skorað fimm mörk í átján leikjum í Pepsi Max-deildinni í sumar.
Athugasemdir
banner