Caoimhin Kelleher, markvörður írska landsliðsins og varamarkvörður Liverpool, sagði frá því á fréttamannafundi í dag að hann hafði haft áhuga á því að fara frá Liverpool í sumar.
Kelleher vill spila í hverri viku en það er alveg ljóst hjá Liverpool að Alisson er aðalmarkvörður liðsins.
Kelleher vill spila í hverri viku en það er alveg ljóst hjá Liverpool að Alisson er aðalmarkvörður liðsins.
„Ég hef verið skýr með það á síðustu árum að ég vil spila í hverri viku. Félagið tók svo ákvörðun um að taka annan markvörð inn, það lítur þannig út að félagið ætli í aðra átt. Stundum, ef horft er utan frá, þá lítur út fyrir að ákvörðunin sé 100% hjá mér, en stundum eru hlutirnir ekki í mínum höndum."
„Liverpool hafnaði nokkrum tilboðum í mig. Það er ekki alltaf í mínu höndum að taka ákvarðanir. Metnaður minn er ljós, ég er nógu góður, og ég vil spila í hverri viku," sagði Kelleher á fréttamannafundi fyrir leik Írlands gegn Grikklandi annað kvöld.
Kelleher nefndi að Liverpool keypti annan markvörð í sumar. Það er Giorgi Mamardashvili sem var lánaður strax aftur til Valencia. Það má lesa þannig í orð Kelleher að með kaupunum á Mamardashvili hafi Liverpool sent þau skilaboð að Kelleher verði ekki arftaki Alisson.
Athugasemdir