City og Real með augu á Olise - Bentancur að framlengja við Tottenham - Saka fær launahækkun
banner
   þri 09. september 2025 11:50
Kári Snorrason
Heimþrá og slök frammistaða ástæðurnar fyrir því að Grindavík lét markvörðinn fara
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Grindavík lét finnska markvörðinn Matias Niemela fara frá liðinu fyrir síðustu umferð. Formaður Grindavíkur segir ástæðurnar vera lakar frammistöður auk heimþrár frá leikmanninum.

Niemela lék alla 20 leiki Grindavíkur í Lengjudeildinni í sumar áður en hann var látinn fara.

„Hann var með heimþrá og var búinn að óska eftir því fyrr í sumar að hann vildi fá að losna. Það hefur ekki verið launungamál að við í stjórninni vildum gera eitthvað fyrir þessa tvo síðustu leiki. Við vorum með tvo íslenska stráka fyrir sem að okkur langaði að gefa tækifæri,“ segir Sigurður Óli Þorleifsson formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur í samtali við Fótbolti.net.

„Það var samblanda af þessu tvennu. Þegar liðið fær á sig 2.9 mörk í leik þá þarf að reyna stoppa fyrir það og það tókst í síðasta leik,“ segir Sigurður.

Grindvíkingar hafa gripið til aðgerða fyrir tvær síðustu umferðir Lengjudeildarinnar, en Haraldur Árni Hróðmarsson þjálfari var jafnframt látinn taka pokann sinn.

Liðið vann 3-1 sigur á Grindavík í síðustu umferð og eru nú í 8. sæti, tveimur stigum frá falli fyrir lokaumferð Lengjudeildarinnar.
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Þór 22 14 3 5 51 - 31 +20 45
2.    Njarðvík 22 12 7 3 50 - 25 +25 43
3.    Þróttur R. 22 12 5 5 43 - 37 +6 41
4.    HK 22 12 4 6 46 - 29 +17 40
5.    Keflavík 22 11 4 7 53 - 39 +14 37
6.    ÍR 22 10 7 5 38 - 27 +11 37
7.    Völsungur 22 7 4 11 36 - 52 -16 25
8.    Fylkir 22 6 5 11 34 - 32 +2 23
9.    Leiknir R. 22 6 5 11 24 - 40 -16 23
10.    Grindavík 22 6 3 13 38 - 61 -23 21
11.    Selfoss 22 6 1 15 25 - 44 -19 19
12.    Fjölnir 22 3 6 13 32 - 53 -21 15
Athugasemdir
banner