
Grindavík lét finnska markvörðinn Matias Niemela fara frá liðinu fyrir síðustu umferð. Formaður Grindavíkur segir ástæðurnar vera lakar frammistöður auk heimþrár frá leikmanninum.
Niemela lék alla 20 leiki Grindavíkur í Lengjudeildinni í sumar áður en hann var látinn fara.
Niemela lék alla 20 leiki Grindavíkur í Lengjudeildinni í sumar áður en hann var látinn fara.
„Hann var með heimþrá og var búinn að óska eftir því fyrr í sumar að hann vildi fá að losna. Það hefur ekki verið launungamál að við í stjórninni vildum gera eitthvað fyrir þessa tvo síðustu leiki. Við vorum með tvo íslenska stráka fyrir sem að okkur langaði að gefa tækifæri,“ segir Sigurður Óli Þorleifsson formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur í samtali við Fótbolti.net.
„Það var samblanda af þessu tvennu. Þegar liðið fær á sig 2.9 mörk í leik þá þarf að reyna stoppa fyrir það og það tókst í síðasta leik,“ segir Sigurður.
Grindvíkingar hafa gripið til aðgerða fyrir tvær síðustu umferðir Lengjudeildarinnar, en Haraldur Árni Hróðmarsson þjálfari var jafnframt látinn taka pokann sinn.
Liðið vann 3-1 sigur á Grindavík í síðustu umferð og eru nú í 8. sæti, tveimur stigum frá falli fyrir lokaumferð Lengjudeildarinnar.
Lengjudeild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Þór | 22 | 14 | 3 | 5 | 51 - 31 | +20 | 45 |
2. Njarðvík | 22 | 12 | 7 | 3 | 50 - 25 | +25 | 43 |
3. Þróttur R. | 22 | 12 | 5 | 5 | 43 - 37 | +6 | 41 |
4. HK | 22 | 12 | 4 | 6 | 46 - 29 | +17 | 40 |
5. Keflavík | 22 | 11 | 4 | 7 | 53 - 39 | +14 | 37 |
6. ÍR | 22 | 10 | 7 | 5 | 38 - 27 | +11 | 37 |
7. Völsungur | 22 | 7 | 4 | 11 | 36 - 52 | -16 | 25 |
8. Fylkir | 22 | 6 | 5 | 11 | 34 - 32 | +2 | 23 |
9. Leiknir R. | 22 | 6 | 5 | 11 | 24 - 40 | -16 | 23 |
10. Grindavík | 22 | 6 | 3 | 13 | 38 - 61 | -23 | 21 |
11. Selfoss | 22 | 6 | 1 | 15 | 25 - 44 | -19 | 19 |
12. Fjölnir | 22 | 3 | 6 | 13 | 32 - 53 | -21 | 15 |
Athugasemdir