Liverpool mun ekki selja Chiesa - Völdu Onana fram yfir Ortega - Arsenal líklegasti áfangastaður Stiller - Real Madrid horfir til Bayern
   þri 09. september 2025 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kristian stoltur af pabba sínum og bróður - „Horfi á alla leiki"
Ágúst Eðvald
Ágúst Eðvald
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hlynur Svan
Hlynur Svan
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Eðvald Hlynsson gekk óvænt til liðs við Vestra í lok júlí frá AB í Danmörku. Tæpum mánuði síðar varð hann bikarmeistari með liðinu eftir sigur á Val.

Kristian Nökkvi Hlynsson, bróðir Ágústs, er í íslenska landsliðinu sem mætir Frakklandi í 2. umferð í undankeppni HM í París í kvöld. Fótbolti.net ræddi við hann um skipti Ágústs til Vestra.

„Það er gaman að sjá. Þetta er það sem hann vildi gera, hann vildi koma heim og þeir voru í bikarúrslitum, það var stór faktor af hverju hann fór þangað. Að ná að klára bikarinn var geggjað," sagði Kristian.

Hugsaðir þú fyrir leik að þeir væru að fara vinna þetta?

„Maður vissi það ekki en hvernig leikurinn spilaðist sá maður að Valur var ekki að fara skora, þetta var geggjað."

Kristian fylgist vel með Vestra. Vestri heimsækir KA í lokaumferðinni fyrir tvískiptinguna og þarf á sigri að halda til að eiga möguleika á að enda í efri hlutanum.

„Ég horfi á alla leiki í sjónvarpinu. Þeim gengur vel og vonandi ná þeir að komast í topp sex."

Hlynur Svan Eiríksson, pabbi Kristians, þjálfar kvennalið FH, ásamt bróður sínum Guðna Eiríkssyni. FH er í 2. sæti Bestu deildarinnar, átta stigum á eftir Breiðabliki. Liðið tapaði toppslagnum á dögunum og tapaði einnig gegn Breiðabliki í úrslitum Mjólkurbikarsins.

„Bikarúrslitin voru svekkjandi og síðasti leikur líka," sagði Kristian að lokum.
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
Athugasemdir