Anderson til United? - Arsenal í viðræðum við lykilmenn - Tveir á förum frá United - 18 ára vekur athygli
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
   fös 22. ágúst 2025 21:54
Anton Freyr Jónsson
Laugardalsvöllur
Kom óvænt til Vestra - „Spurðu hvort ég vildi verða bikarmeistari og hér er ég í dag."
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er pínu orðlaus ef ég á að segja alveg eins og er, þetta var mjög erfiður leikur, þurftum heldur betur að suffera. Við spiluðum frábæran varnarleik og þetta var bara frábær iðnaðarsigur einhverneigin." sagði Águst Eðvald Hlynsson leikmaður Vestra eftir að liðið tryggði sér bikarmeistartitilinn eftir sigur á Val.


Lestu um leikinn: Valur 0 -  1 Vestri

„Við vörðumst gríðarlega vel í kvöld, þú sást hvað við vorum að hoppa fyrir hvern einasta bolta og vörðumst bara eins og alvöru lið allan helvítis leikinn og bara orka frá fólkinu, bekknum og öllu og þetta er bara sturlaður sigur."

Águst Eðvald Hlynsson hrósar stuðningsfólki Vestra sem voru gjöraamlega frábærir í kvöld.

„Mér líður eins og þessi leikur hafi verið í fjóra tíma sko og hafa þennan stuðning á meðan skiptir bara miklu máli og þú færð bara aukna orku, þú vilt hoppa fyrir hvern einasta bolta þegar þú ert með svona stuðning á bakvið þig."

Ágúst Eðvald Hlynsson kom nokkð óvænt til Vestra 

„Þetta er ástæðan afhverju ég kom hingað, þeir höfðu samband við mig og spurðu hvort ég vildi verða bikarmeistari með þeim eftir rúman mánuð og ég sagði jú, ég er klár og hér er ég, bikarmeistari."


Athugasemdir
banner