City og Real með augu á Olise - Bentancur að framlengja við Tottenham - Saka fær launahækkun
Guðni Eiríks: Skortur á fókus
Thelma Karen: Það verður fróðlegt að sjá sendingarhlutfallið
Arnar: Hver hefði trúað því eftir Kósovó leikina?
Álfhildur Rósa: Við samgleðjumst honum heldur betur
Einar Guðna: Þetta var þroskuð frammistaða
Nik: Aðal fókusinn er Breiðablik
Óli Kristjáns: Þetta snerist ekkert um það
Segir þetta varla gerast súrara - „Þú getur hringt í mig á morgun“
„Skuldum stuðningsmönnunum að taka á móti titlinum heima eftir tapið í fyrra“
Jökull óskar Víkingum til hamingju með titilinn: „Ekkert sálfræðistríð í því“
Gylfi: Ef við klárum þetta þá verður þetta sætara
Sigurjón um Rúnar: Einn besti þjálfari á landinu, ef ekki sá besti
Túfa: Alltof margir dottnir úr liðinu
Helgi Sig: Fjórða sætið er innan seilingar
Hrannar Snær: Við ætlum að halda okkur uppi
Birnir Snær: 5-10 mínútur þar sem við vorum ekki seigir
Haddi Jónasar: Ég ætla ekki að henda Tönning undir rútuna
Maggi Már: Strætó #15 rúllar í gegnum allan Mosfellsbæinn og fer beint niður á Meistaravelli og stoppar þar fyrir utan
Muhamed Alghoul: Sýndum afhverju við eigum skilið að ná þessu markmiði okkar
Frans Elvarsson: Gaman að loksins vinna á þessum velli
   fös 22. ágúst 2025 21:54
Anton Freyr Jónsson
Laugardalsvöllur
Kom óvænt til Vestra - „Spurðu hvort ég vildi verða bikarmeistari og hér er ég í dag."
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er pínu orðlaus ef ég á að segja alveg eins og er, þetta var mjög erfiður leikur, þurftum heldur betur að suffera. Við spiluðum frábæran varnarleik og þetta var bara frábær iðnaðarsigur einhverneigin." sagði Águst Eðvald Hlynsson leikmaður Vestra eftir að liðið tryggði sér bikarmeistartitilinn eftir sigur á Val.


Lestu um leikinn: Valur 0 -  1 Vestri

„Við vörðumst gríðarlega vel í kvöld, þú sást hvað við vorum að hoppa fyrir hvern einasta bolta og vörðumst bara eins og alvöru lið allan helvítis leikinn og bara orka frá fólkinu, bekknum og öllu og þetta er bara sturlaður sigur."

Águst Eðvald Hlynsson hrósar stuðningsfólki Vestra sem voru gjöraamlega frábærir í kvöld.

„Mér líður eins og þessi leikur hafi verið í fjóra tíma sko og hafa þennan stuðning á meðan skiptir bara miklu máli og þú færð bara aukna orku, þú vilt hoppa fyrir hvern einasta bolta þegar þú ert með svona stuðning á bakvið þig."

Ágúst Eðvald Hlynsson kom nokkð óvænt til Vestra 

„Þetta er ástæðan afhverju ég kom hingað, þeir höfðu samband við mig og spurðu hvort ég vildi verða bikarmeistari með þeim eftir rúman mánuð og ég sagði jú, ég er klár og hér er ég, bikarmeistari."


Athugasemdir
banner
banner