Liverpool mun ekki selja Chiesa - Völdu Onana fram yfir Ortega - Arsenal líklegasti áfangastaður Stiller - Real Madrid horfir til Bayern
   þri 09. september 2025 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Landsliðsþjálfari Svía fær stuðningsyfirlýsingu
Jon Dahl Tomasson
Jon Dahl Tomasson
Mynd: EPA
Það er pressa á Dananum Jon Dahl Tomasson, landsliðsþjálfara Svía, eftir óvænt 2-0 tap gegn Kósovó í undankeppni HM í gær.

Liðið byrjar undankeppnina illa en liðið gerði jafntefli gegn Slóveníu í fyrstu umferð.

Kim Kallström, formaður sænska fótboltasambandsins, hefur trú á því að Tomasson geti snúið blaðinu við.

„Við höfum trú á Jon sem landsliðsþjálfara og við höfum trú á þessum leikmönnum," sagði Kallström.

„Við erum alltaf að hugsa hvernig við getum bætt okkur. Við töpuðum fótboltaleik. Það er ljóst að þetta hefur mikil áhrif á sænskan fótbolta. Þetta eru leikir í undankeppni, við getum ekki hætt hérna."

„Mitt verkefni er að halda ró minni þegar báturinn vaggar aðeins. Við getum ekki kastað öllu frá okkur um leið og hlutirnir eru aðeins gegn okkur," sagði Kallström að lokum.
Athugasemdir