Liverpool mun ekki selja Chiesa - Völdu Onana fram yfir Ortega - Arsenal líklegasti áfangastaður Stiller - Real Madrid horfir til Bayern
   þri 09. september 2025 21:08
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rændir í Frakklandi - „Þetta er ekki brot"
Icelandair
Mynd: EPA
Það var ótrúlega grátlegt tap hjá íslenska landsliðinu í París í kvöld þegar liðið beið lægri hlut gegn Frakklandi í 2. umferð í undankeppnii HM.

Andri Lucas Guðjohnsen kom Íslandi yfiir en Kylian Mbappe jafnaði metin úr vítaspyrnu og Bradley Barcola skoraði sigurmarkið. Andri Lucas kom boltanum í netið í blálokin en dómarinn skoðaði atvikið og taldi að hann hafi brotið á Ibrahima Konate og dæmdi markið ógilt.

Lestu um leikinn: Frakkland 2 -  1 Ísland

„Við áttum sannarlega skilið að jafna þetta. Þetta gekk gríðarlega vel, bæði í fyrri og seinni hálfleik, þetta voru tveir mjög góðir hálfleikar," sagði Kári Árnason í umfjöllunnarþætti á SÝN Sport eftir leikinn.

„Þó að þeir séu einum færri náum við að pinna þá niður löngum stundum eftir að Tchouameni lætur reka sig út af, það er ekki auðvelt, þetta eru það góðir leikmenn. Þetta er ekki brot, aldrei."

Bjarni Guðjónsson var mjög ánægður með frammistöðu liðsins sem gaf einu besta liði heims góðan leik.

„Taktískt séð mjög flottir í gegnum leikinn. Frakkarnir voru vissulega ekki að spila sinn besta leik en við höfum eitthvað með það að gera, hversu vel við náðum að hægja á þeim. Elíias þurfti að verja nokkrum sinnum mjög vel en heilt yfir mjög góð frammistaða," sagði Bjarni.

„Þetta segir okkur að þegar liðið er mannað svona með þessum sprengikrafti sem býr í liðiniu að við erum kannski komnir lengra en við þorðum að vona. Það sem við fáum út úr þessum leik er að við getum farið á einn erfiðasta útileikinn og verið hársbreidd frá þessu og hugsanlega rændir einu stigi."
Athugasemdir
banner
banner