Heimild: Vísir

Það var umdeilt atvik í blálokin þegar Ísland tapaði gegn Frakklandi í undankeppni HM í París í kvöld.
Andri Lucas Guðjohnsen kom Íslandi yfir en mörk frá Kylian Mbappe og Bradley Barcola urðu til þess að Frakkland náði forystunni.
Andri Lucas Guðjohnsen kom Íslandi yfir en mörk frá Kylian Mbappe og Bradley Barcola urðu til þess að Frakkland náði forystunni.
Lestu um leikinn: Frakkland 2 - 1 Ísland
Þegar tvær mínútur voru til loka venjulegs leiktíma skoraði Andri Lucas og hélt að hann væri búinn að jafna metin.
Frakkar voru hins vegar ekki sáttiir með þetta og töldu að Andri hafi rifið Ibrahima Konate niður. Portúgalinn António Nobre, dómari leiksins, fór í skjáinn og dæmdi brot.
„Það auðveldar honum hvar hann er staddur í heiminum að dæma leikinn. Þegar þetta sést á fullum hraða er þetta ekki svakalega mikið. Ef það á að dæma þetta alltaf og þá er vítaspyrna nánast í hverju einasta horni," sagði Bjarni Guðjónsson, sérfræðingur á SÝN Sport.
„Þetta er mikil óheppni, hann er að reyna koma sér fram fyrir hann. Hann tekur aðeins í hann en ekki nóg til að láta sig detta. Hann dettur því hann er að teygja sig í boltann. Hann er alltaf að fara dæma á þetta í Frakklandi, þetta er óheppni, þetta er ekki brot," sagði Kári Árnason.
Athugasemdir