
Bræðurnir Andri Lucas Guðjohnsen og Daníel Tristan Guðjohnsen léku saman frammi þegar Ísland mætti Frakklandi á Prinsavöllum í kvöld.
Andri Lucas skoraði mark Íslands í leiknum og skoraði svo annað mark sem dæmt var af undir lokin. Fótbolti.net ræddi við bræðurnar eftir leikinn.
Andri Lucas skoraði mark Íslands í leiknum og skoraði svo annað mark sem dæmt var af undir lokin. Fótbolti.net ræddi við bræðurnar eftir leikinn.
Lestu um leikinn: Frakkland 2 - 1 Ísland
„Það var geðveikt að spila með honum, hann var svo flottur í leiknum, ég er svo stoltur af honum og hann lagði svo ótrúlega hart að sér. Mér leið ótrúlega vel að hafa litla bróður hliðina á mér inn á vellinum. Hann er líka það góður í fótbolta, þetta var bara geggjuð upplifun."
„Já, maður hafði alltaf á tilfinningunni hvað hann ætlaði að gera, við náðum að tengja mjög vel. Þetta var fyrsti leikurinn okkar saman, við byggjum ofan á þetta og höldum áfram að þróast sem lið," sagði Andri Lucas.
„Það er sérstök tilfinning. Fyrir leikinn hugsaði maður kannski meira um það. En þegar maður er kominn inná þá er þetta bara liðsfélagi þinn.“
„Það var bara geðveikt (þegar Andri skoraði). Ég er hrikalega stoltur af honum og bara elska að sjá hann gera góða hluti,“ sagði Daníel Tristan.
Viðtölin má nálgast hér að neðan.
Athugasemdir