Liverpool mun ekki selja Chiesa - Völdu Onana fram yfir Ortega - Arsenal líklegasti áfangastaður Stiller - Real Madrid horfir til Bayern
   þri 09. september 2025 18:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
París
Upphafsflauti seinkar þar sem forsetinn er seinn - Baulað á tvo Frakka
Icelandair
Macron tekur í höndina á Gianluigi Donnarumma.
Macron tekur í höndina á Gianluigi Donnarumma.
Mynd: EPA
Leikur Frakklands og Íslands átti að hefjast klukkan 18:45 að íslenskum tíma, 20:45 að frönskum.

Upphafsflautið verður hins vegar ekki fyrr en þremur mínútum seinna þar sem að forseti Frakklands Emmanuel Macron er ekki mættur á völlinn. Leikurinn byrjar því ekki fyrr en um 18:48 því ekki vill forsetinn missa af upphafsflautinu.

Lestu um leikinn: Frakkland 2 -  1 Ísland

Þegar leikmenn Frakka voru kynntir til leiks var baulað á tvö nöfn, Adrien Rabiot sem fór í fússi frá PSG á sínum tíma og Didier Deschamps sem notaði Ousmane Dembele í leiknum gegn Úkraínu á föstudag þrátt fyrir að hann væri tæpur.

Spilað er á Parc des Princes, heimavelli PSG, og er Dembele leikmaður PSG. Stuðningsmenn eru ekki ánægðir með ákvörðun landsliðsþjálfarans.
Athugasemdir