Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 09. október 2021 21:15
Victor Pálsson
Laporta: Hefði gert hlutina verri að fá Neymar
Mynd: EPA
Joan Laporta, forseti Barcelona, er glaður með að félagið hafi ekki fengið Neymar til baka frá franska stórliðinu Paris Saint-Germain.

Neymar er fyrrum leikmaður Barcelona en hann hafði áhuga á að ganga aftur í raðir félagsins en skrifaði á endanum undir nýjan samning í Frakklandi.

Barcelona er í miklum fjárhagsvandræðum og missti til að mynda Lionel Messi til PSG í seinasta glugga.

Að sögn Laporta hefði gengi Barcelona á tímabilinu ekki skánað ef Neymar væri að spila með félaginu í dag.

„Þeir sögðu okkur að hann vildi koma til okkar og að hann gæti ekki haldið áfram þarna. Hann var búinn að sannfæra félagið,“ sagði Laporta.

„Svona er fótboltinn og sá sem býður best vinnur. Að fá hann hefði ekki verið gott, það hefði gert hlutina enn verri.“

„Neymar hefði getað grætt peninga fyrir okkur en að kaupa hann hefði ekki verið góður hlutur.“
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner