Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 09. október 2021 21:35
Victor Pálsson
Rivaldo: Salah einn sá allra besti
Mynd: Getty Images
Mohamed Salah er einn allra besti leikmaður heims í dag að sögn brasilísku goðsagnarinnar Rivaldo.

Salah er gríðarlega heitur fyrir framan markið þessa stundina en hann er fljótasti leikmaður í sögu Liverpool til að ná 100 mörkum fyrir félagið.

Ballon d‘Or verðlaunin verða afhent í lok árs og telur Rivaldo að Salah verði að koma til greina sem sigurvegari.

„Hann er einn besti leikmaður heims í dag vegna tölfræðinnar sem hann nær í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni,“ sagði Rivaldo.

„Þegar þú ert í þessari stöðu þá ertu auðvitað toppleikmaður sem á skilið að koma til greina í Ballon d‘Or valinu.“

Salah kom til Liverpool frá Roma árið 2017 og kostaði þá 38 milljónir evra.

Salah er á meðal 30 leikmanna sem koma til greina í valinu í Ballon d‘Or en þrír aðrir leikmenn í úrvalsdeildinni eru á lista.
Athugasemdir
banner
banner
banner