Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   mán 09. október 2023 13:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Framkvæmdum flýtt á Ísafirði - Vonar að gervigrasvellirnir verði klárir fyrir áramót
Vestri tryggði sér sæti í Bestu deildinni í lok síðasta mánaðar.
Vestri tryggði sér sæti í Bestu deildinni í lok síðasta mánaðar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vallarstæðið á Ísafirði.
Vallarstæðið á Ísafirði.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Þau tíðindi bárust fyrir helgi að bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar ætli sér að flýta framkvæmdum og eiga gervigrasvellir, bæði æfinga- og keppnisvöllur, að vera klárir fyrir næsta tímabil þar sem Vestri tekur þátt í Bestu deildinni. Vísir vakti athygli á málinu.

Fótbolti.net ræddi í dag við Samúel Samúelsson og spurði hann út í tíðindin. Samúel er formaður Vestra.

   02.10.2023 15:30
Sammi búinn að ná báðum markmiðunum - „Við verðum að líta stórt á þetta"

„Ég er gríðarlega ánægður með þetta. Við fórum í það að heyra í bænum strax á mánudeginum eftir (úrslita)leikinn. Það voru allir ótrúlega jákvæðir og klárir í að rjúka í þessar framkvæmdir. Miðað við þær upplýsingar sem við höfum fengið frá bænum til þessa, þá verður æfingavöllurinn okkar klár í nóvember og aðalvöllurinn vonandi - fer náttúrulega eftir veðrum og vindum - fyrir áramót," sagði Sammi.

„Við tökum því með smá vari af því að íslenski veturinn getur verið alls konar. Fyrir vestan höfum við lent í því að það hefur ekki komið snjór fyrir áramót, ef það gæti orðið þá ætla ég að leyfa mér að vera bjartsýnn."

„En ég veit að það að völlurinn verði klár fyrir áramót er eitthvað sem er 50-50 að geti gengið eftir,"
sagði Sammi við Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner