Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 09. nóvember 2019 13:25
Ívan Guðjón Baldursson
Magnús Már ráðinn sem þjálfari Aftureldingar (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magnús Már Einarsson, annar ritstjóra Fótbolta.net, hefur verið ráðinn sem nýr þjálfari Aftureldingar.

Hann var aðstoðarþjálfari liðsins og tekur við af Arnari Hallssyni sem sagði upp starfi sínu fyrr í haust.

Þetta var tilkynnt við vígslu nýs knatthúss við Varmá í dag. Magnús, sem er aðeins 30 ára, mun því stýra Aftureldingu í Inkasso-deildinni næsta sumar. Hann byrjar á erfiðu verkefni þar sem Mosfellingar voru aðeins stigi frá falli á nýliðnu tímabili.

Magnús lék yfir 100 leiki fyrir Aftureldingu á ferli sínum sem leikmaður. Hann spilaði einnig mikið fyrir Hvíta riddarann og kom við hjá Leikni R. og Hugin fyrir nokkrum árum.

Enes Cogic, fyrrum aðalþjálfari Aftureldingar, verður aðstoðarþjálfari Magnúsar.
Athugasemdir
banner