Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
banner
   lau 09. desember 2023 10:40
Aksentije Milisic
Arteta segir Mourinho einn af þeim bestu: Taktískur snillingur
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, var í viðtali á dögunum hjá GoalGlobal og þar var hann spurður út í þjálfara sem veita honum innblástur.


Spánverjinn er að gera frábæra hluti með Arsenal en liðið er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir. Arsenal vann dramatískan sigur á Luton Town í miðri viku þar sem Declan Rice gerði sigurmarkið á loka andartökum leiksins.

„Jose er taktískur snillingur,” byrjaði Arteta.

„Við verðum að setja Jose þarna uppi sem einn af þeim allra bestu. Hvernig hann nær að gíra upp leikmenn er ekkert annað en snilld. Hann lætur þá líða eins og allur heimurinn sé á móti þeim og hvernig hann lætur alla róa saman í sömu átt er ekkert nema magnað.”

Mourinho hefur komið víða við en núna er hann stjóri AS Roma á Ítalíu og þar situr liðið í fjórða sæti deildarinnar. Þá er Portúgalinn búinn að koma liðinu áfram upp úr riðlinum í Evrópudeildinni þegar ein umferð er eftir af riðlakeppninni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner