Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
   mán 09. desember 2024 11:30
Elvar Geir Magnússon
„Tottenham er leiðtogalaust lið“
Sparkspekingurinn Nigel Reo-Coker, fyrrum leikmaður West Ham, segir að Tottenham sé án leiðtoga. Tottenham er í ellefta sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 3-4 tap gegn Chelsea í gær.

„Ég tel að Ange Postecoglou (stjóri Tottenham) geri sér grein fyrir þeirri alvarlegu stöðu sem hann er í. Það er ekki boðlegt að vera 2-0 yfir á heimavelli gegn Chelsea, einu af liðunum sem þú ert í baráttu við, og bara gefast upp," segir Reo-Coker.

„Þegar þú horfir á heildarmyndina eru stærstu áhyggjurnar sem ég hef af Tottenham er að þeir virðast ekki hafa trú á því að geta haldið áfram og klárað leiki og það eru engir leiðtogar í þessu liði. Það eru engir náttúrulegir leiðtogar til að leiða liðið áfram."

„Þegar þú kemst 2-0 yfir gegn Chelsea verður þú að loka sjoppunni og vera erfiður viðureignar, leikmenn þurfa að geta sært þá í skyndisóknum. En liðið er leiðtogalaust."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 8 6 1 1 15 3 +12 19
2 Man City 8 5 1 2 17 6 +11 16
3 Liverpool 8 5 0 3 14 11 +3 15
4 Bournemouth 8 4 3 1 14 11 +3 15
5 Chelsea 8 4 2 2 16 9 +7 14
6 Tottenham 8 4 2 2 14 7 +7 14
7 Sunderland 8 4 2 2 9 6 +3 14
8 Crystal Palace 8 3 4 1 12 8 +4 13
9 Man Utd 8 4 1 3 11 12 -1 13
10 Brighton 8 3 3 2 12 11 +1 12
11 Aston Villa 8 3 3 2 8 8 0 12
12 Everton 8 3 2 3 9 9 0 11
13 Brentford 8 3 1 4 11 12 -1 10
14 Newcastle 8 2 3 3 7 7 0 9
15 Fulham 8 2 2 4 8 12 -4 8
16 Leeds 8 2 2 4 7 13 -6 8
17 Burnley 8 2 1 5 9 15 -6 7
18 Nott. Forest 8 1 2 5 5 15 -10 5
19 West Ham 8 1 1 6 6 18 -12 4
20 Wolves 8 0 2 6 5 16 -11 2
Athugasemdir