Kvaratskhelia orðaður við Man Utd og Liverpool - Moyes fyrsti kostur Everton - Man Utd blandar sér í baráttuna um Mbeumo
   fös 10. janúar 2025 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ashley Young: Ég er miður mín
Ashley Young.
Ashley Young.
Mynd: EPA
Ashley Young, leikmaður Everton, segist vera miður sín eftir gærkvöldið.

Everton komst áfram í FA-bikarnum með sigri gegn Peterborough en Young kom inn á sem varamaður í leiknum.

Leikurinn hefði getað verið sögulegur þar sem sonur Young, Tyler, var á bekknum hjá Peterborough. Hann var hins vegar ónotaður varamaður og kom ekkert við sögu.

„Ég er miður mín," skrifaði Young einfaldlega á samfélagsmiðilinn X en ólíklegt er að hann fái þetta tækifæri aftur.

Darren Ferguson, stjóri Peterborough, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að hafa ekki sett Tyler inn á í leiknum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner