Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
banner
   lau 10. febrúar 2024 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Guimaraes: Eitt af flottustu mörkum sem ég hef skorað
Mynd: Newcastle
Bruno Guimaraes var besti maður vallarins er Newcastle United lagði Nottingham Forest á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Brassinn skoraði tvennu í 3-2 sigri og hrósaði Eddie Howe knattspyrnustjóri honum að leikslokum. Guimaraes var sjálfur mjög kátur með sitt framlag.

„Ég er mjög ánægður, þetta var góður sigur fyrir okkur. Ég spilaði með meira frelsi á vellinum heldur en vanalega og mér leið vel. Þetta er mikilvægur sigur eftir jafnteflið gegn Luton í síðustu viku. Við spiluðum vel og þetta eru dýrmæt stig," sagði Guimaraes að leikslokum.

„Ég skoraði mjög fallegt mark, þetta er eitt af flottustu mörkum sem ég hef skorað á ferlinum. Ég vil tileinka Mad Dog (Jason Tindall, aðstoðarþjálfara Newcastle) þetta mark því við höfum verið að æfa það saman á æfingum. Ég naut mín í dag því ég fékk að spila framar en vanalega á vellinum. Að mínu mati þá get ég spilað sem sexa, átta eða tía. Þegar ég er sexa þá snýst leikurinn minn meira um að senda boltann og gefa stoðsendingar, en í dag spilaði ég sem átta og gat hjálpað með því að skora mörk."

Guimaraes er 26 ára gamall og eru ýmis félög áhugasöm um að fá hann í sínar raðir, en honum virðist líða vel í norðurhluta Englands.

„Fólk talar stundum um mig en ég tala bara á vellinum. Ég er mjög ánægður hérna og ég elska stuðningsmenn félagsins. Við þurfum að komast aftur í Evrópu, það er mjög mikilvægt. Við viljum reyna við Meistaradeildarsæti en ég veit að það er erfitt, ef það tekst ekki þá þurfum við að ná Evrópudeildarsæti. Við eigum erfiðan heimaleik í næstu umferð og þurfum að snúa okkur beint að undirbúningi fyrir hann."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 26 18 6 2 63 25 +38 60
2 Man City 26 18 5 3 59 26 +33 59
3 Arsenal 26 18 4 4 62 23 +39 58
4 Aston Villa 26 16 4 6 56 35 +21 52
5 Tottenham 25 14 5 6 52 38 +14 47
6 Man Utd 26 14 2 10 36 36 0 44
7 Brighton 26 10 9 7 49 41 +8 39
8 West Ham 26 11 6 9 40 46 -6 39
9 Wolves 26 11 5 10 40 40 0 38
10 Newcastle 26 11 4 11 54 45 +9 37
11 Chelsea 25 10 5 10 42 41 +1 35
12 Fulham 26 9 5 12 36 42 -6 32
13 Crystal Palace 26 7 7 12 31 44 -13 28
14 Bournemouth 25 7 7 11 33 47 -14 28
15 Everton 26 8 7 11 28 34 -6 25
16 Brentford 26 7 4 15 37 48 -11 25
17 Nott. Forest 26 6 6 14 34 48 -14 24
18 Luton 25 5 5 15 35 51 -16 20
19 Burnley 26 3 4 19 25 58 -33 13
20 Sheffield Utd 26 3 4 19 22 66 -44 13
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner