Líklegt er að Sævar Atli Magnússon færi sig um set í sumar en samningur hans við Lyngby rennur út eftir tímabilið. Freyr Alexandersson og norska félagið Brann hafa áhuga á að fá hann.
Eftir öflugan 1-0 sigur Lyngby gegn Silkeborg þá var Sævar spurður í samtali við Bold út í sína framtíð.
Eftir öflugan 1-0 sigur Lyngby gegn Silkeborg þá var Sævar spurður í samtali við Bold út í sína framtíð.
„Ég er með einbeitingu á Lyngby og er ekki að eyða tíma í að hugsa núna um hvað gerist í sumar. Ég geri allt til að hjálpa liðinu að halda sér uppi í dönsku úrvalsdeildinni," sagði Sævar.
Lyngby er í ellefta sæti af tólf liðum í dönsku deildinni. Er möguleiki á að hann verði áfram hjá félaginu?
„Já auðvitað er það, en ég veit ekki hvað mun gerast. Það eru engar viðræður í gangi um nýjan samning. Við töluðum síðast saman í janúar og erum sammála um að við einbeitum okkur bara á tímabilið."
Líklegt er talið að Brann muni reyna að fá Sævar Atla þegar Íslendingurinn verður laus í sumar. Heillar að spila aftur undir stjórn Freys Alexanderssonar og nú í Noregi?
„Freyr er frábær þjálfari og gerði magnaða hluti hjá Lyngby. En ég veit ekki," svaraði Sævar og hélt spilunum þétt að sér.
Fróðlegt verður að sjá hvort Sævar verði valinn í íslenska landsliðshópinn sem kynntur verður á morgun. 20. og 23. mars verður leikið gegn Kosóvó í einvígi um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar.
Athugasemdir