Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   þri 10. maí 2016 11:23
Elvar Geir Magnússon
Finnst furðulegt að Sverrir Ingi sé valinn fram yfir Hólmar
Hólmar í leik með Rosenborg.
Hólmar í leik með Rosenborg.
Mynd: Getty Images
Kare Ingebrigtsen sem þjálfar Rosenborg furðar sig á því að Sverrir Ingi Ingason, leikmaður Lokeren, hafi verið valinn í landsliðshóp Íslands frekar en Hólmar Örn Eyjólfsson.

Ingebrigtsen er þjálfari Hólmars hjá norska meistaraliðinu en hann var áður þjálfari Sverris hjá Viking í Stafangri.

„Ingason hlýtur að hafa tekið mögnuðum framförum síðan ég þjálfaði hann hjá Viking," segir Ingebrigtsen. „Þeir hljóta að hafa ansi marga góða leikmenn þarna á Íslandi."

Hann segir þó að það sé erfitt að gagnrýna liðsval Lars Lagerback.

„Það getur enginn sagt að hann hafi ekki náð árangri. Lagerback er snjall maður svo ég ætla ekki á nokkurn hátt að segja honum hvað hann hefði átt að gera."

Ingebrigtsen segist horfa á jákvæðu punktana, þó hann vilji hafa landsliðsmenn í sínum röðum þýði þetta að Hólmar verði mættur á réttum tíma til æfinga. „Að vera á Evrópumótinu án þess að spila er ekki besta staðan," segir hann.

Hörð barátta var meðal varnarmanna að komast í Evrópuhóp Íslands. Byrjunarliðsmiðverðirnir Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson voru auðvitað á sínum stað en auk þeirra voru Sverrir, Hjörtur Hermannsson og Hörður Björgvin Magnússon valdir sem kostir í hjarta varnarinnar.

Sjá einnig:
Hólmar Örn: Vonbrigði að fara ekki til Frakklands
Athugasemdir
banner
banner