„Ég er bara ánægður með svarið eftir tapið í síðasta leik. Það sást í vikunni á æfingarsvæðinu og í dag fyrir leik að mönnum var ekki alveg sama eftir síðasta leik. Það var mikið svekkelsi, pirringur og reiði og við vildum svara fyrir okkur fyrir framan okkur stuðningsmenn og merkið sem við erum að bera." sagði Srdjan Tufegdzic þjálfari Vals eftir 6-1 sigurinn á ÍA í kvöld.
Lestu um leikinn: Valur 6 - 1 ÍA
„Ég þurfti ekkert að gíra mína menn upp, þetta eru alvöru karakterar sem ég er með í liðinu. Við tókum bara flottan fund eftir FH leikinn og töluðum bara hreint út hvað vantaði hjá okkur og á öllum æfingum í vikunni og á leikdegi að það sást í augunum á mönnum að menn vildu svara fyrir sig."
Tryggvi Hrafn, Lúkas Logi Heimisson og Patrick Pedersen skoruðu allir tvö mörk í kvöld og Tufa var ánægður með framlag þeirra í kvöld.
„Sóknarleikurinn er búinn að vera góður og það vantar aldrei hjá okkur en mér finnst meiri samstaða í varnarleiknum líka og það er eitthvað sem við verðum að vinna enn meira í til að að koma meiri stöðugleika til að öll lið verði í erfiðleikum með að komast í færi á móti okkur og hvað þá að skora mark."
Viðtalið við Tufa má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.