fim 10. júní 2021 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leikmenn Breiðabliks, FH og Vals bólusettir í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikmenn Breiðabliks og Vals voru bólusettir í dag og fengu þeir bóluefnið frá Janssen.

Breiðablik og Valur taka bæði þátt í Evrópukeppnum seinna í sumar og þurfa því leikmenn að ferðast út fyrri landsteinanna og óljóst hverjir mótherjarnir verða.

Athygli vekur að einungis tveir dagar eru í leiki hjá þessum liðum í Pepsi Max-deildinni.

Það vekur athygli fyrir þær sakir að einstkalingur fær einungis eina sprautu af Janssen og margir hafa orðið slappir í kjölfar sprautunnar.

Uppfært 14:50: Leikmenn FH voru einnig bólusettir í dag. FH tekur einnig þátt í Evrópukeppni í sumar og er næsti leikur liðsins gegn Víkingi á laugardag.

laugardagur 12. júní
Pepsi Max-deild karla
14:00 Breiðablik-Fylkir (Kópavogsvöllur)
17:00 Stjarnan-Valur (Samsungvöllurinn)
17:00 Víkingur R.-FH (Víkingsvöllur)
Athugasemdir
banner
banner
banner