Brynjar Benediktsson leikmaður Hauka skoraði að öllum líkindum mark sumarsins í kvöld þegar Haukar tóku á móti ÍA. Því miður fyrir hann þá dugði það ekki til í 3-1 tapi liðsins. Hann var hundóánægður með tapið.
,,Þetta er mjög leiðinlegt. Við ætluðum okkur að vinna þennan leik. Við ætluðum að herja á þá og fá þrjú stig eins og alltaf," sagði Brynjar sem fannst Haukarnir vera töluvert betri aðilinn í fyrri hálfleik en fengu tvö mörk á sig undir lok hálfleiksins sem reyndust vera dýr.
,,Við áttum þennan fyrri hálfleik að mínu mati. Það eru bara þessar tvær mínútur og þeir skora tvö mörk. Það er dýrt. Við byrjum seinni hálfleikinn mjög vel en það var ekki nóg," sagði Brynjar Ben.
Viðtalið má sjá í heild sinni hér í sjónvarpinu að ofan. Markið hans verður síðan komið inn á Fótbolta.net seinna í kvöld.
Athugasemdir