„Það er mikill heiður að vera ráðinn landsliðsþjálfari Írlands," segir Heimir Hallgrímsson.
Heimir var í dag ráðinn landsliðsþjálfari Íra og fær hann það verkefni að koma liðinu á HM 2026.
Heimir var í dag ráðinn landsliðsþjálfari Íra og fær hann það verkefni að koma liðinu á HM 2026.
„Írland er réttilega stolt fótboltaþjóð sem hefur stöðugt búið til frábæra fótboltamenn og upplifað margar góðar minningar á stórmótum."
„Við erum með ungt og spennandi lið sem getur náð langt. Ég er spenntur að vinna náið með leikmönnunum til að bæta frammistöðuna og úrslitin svo við getum komist og keppt regulega á stórmótum. Við eigum mikilvæga og spennandi leiki framundan í Þjóðadeildinni og svo er risastór undankeppni á næsta ári þegar við berjumst um að komast inn á HM."
Heimir segist spenntur fyrir því að kynnast kúltúrnum í kringum írska landsliðið.
„Ég hlakka til að kynnast fólkinu í Írlandi og sérstaklega þá stórkostlegu stuðningsmenn sem við eigum í írska landsliðinu. Það er á minni ábyrgð að þjálfa, undirbúa og þróa liðið eins og best er á kosið til að fá góð úrslit á vellinum svo stuðningsmennirnir geti verið glaðir og stoltir," segir Eyjamaðurinn.
A message from our new Men's National Team Head Coach ???????????? pic.twitter.com/tDRz3KwSpS
— Ireland Football ?????????? (@IrelandFootball) July 10, 2024
Athugasemdir