Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   fim 10. júlí 2025 19:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Sveindís gerði fyrsta mark Íslands á EM!
Icelandair
EM KVK 2025
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var Sveindís Jane Jónsdóttir sem skoraði fyrsta mark Íslands á Evrópumótinu 2025.

Ísland hefur byrjað af miklum krafti gegn Noregi og eru okkar stelpur búnar að ná forystunni.

Katla Tryggvadóttir fékk dauðafæri til að skora en Cecilie Fiskerstrand í marki Noregs varði vel. Ísland fékk svo hornspyrnu en upp úr því kom markið.

Alexandra Jóhannsdóttir átti hörkuskalla sem Fiskerstrand varði en Sveindís var réttur leikmaður á réttum stað, og skoraði.

Þetta er fyrsta markið sem Sveindís skorar fyrir Ísland á stórmóti.

Hér fyrir neðan má sjá myndband af markinu.


Athugasemdir
banner