
Það var Sveindís Jane Jónsdóttir sem skoraði fyrsta mark Íslands á Evrópumótinu 2025.
Ísland hefur byrjað af miklum krafti gegn Noregi og eru okkar stelpur búnar að ná forystunni.
Ísland hefur byrjað af miklum krafti gegn Noregi og eru okkar stelpur búnar að ná forystunni.
Katla Tryggvadóttir fékk dauðafæri til að skora en Cecilie Fiskerstrand í marki Noregs varði vel. Ísland fékk svo hornspyrnu en upp úr því kom markið.
Alexandra Jóhannsdóttir átti hörkuskalla sem Fiskerstrand varði en Sveindís var réttur leikmaður á réttum stað, og skoraði.
Þetta er fyrsta markið sem Sveindís skorar fyrir Ísland á stórmóti.
Hér fyrir neðan má sjá myndband af markinu.
Þarna erum við! Sveindís Jane kemur Íslandi yfir gegn Noregi. Ísland ætlar að kveðja með stæl ???????? pic.twitter.com/pRA9ksfJg5
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 10, 2025
Athugasemdir