Man Utd vill Vlahovic - Al Nassr vill Casemiro - Real Madrid vill Van de ven
Sjáðu lætin á Króknum - Ætluðu að vaða í dómarana
Konni: Bara Derby slagur og við vel stilltir
Sverri Hrafn: Þetta var bara algjör þvæla
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
   fös 29. ágúst 2025 21:16
Haraldur Örn Haraldsson
„Veit ekki hversu marga maður hefur hitt sem hafa spurt hvort það sé eitthvað panic"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég var bara mjög ánægður með leikinn," sagði Jóhann Birnir Guðmundsson þjálfari ÍR eftir 4-2 sigur gegn Keflavík í kvöld.


Lestu um leikinn: ÍR 4 -  2 Keflavík

„Mér fannst við byrja af svakalegum krafti, fyrri hálfleikurinn var bara frábær. Eiginlega hálf svekktur að fara ekki 3-0 í hálfleik. Ég var bara ánægður með fyrri háfleikinn, svo sigldum við bara þessu mjög fagmannlega í seinni hálfleik. Áttum dauðafæri, skot í stöng í seinni, bara mjög gott, ánægður með strákana," sagði Jóhann.

ÍR þarf bara eitt stig núna úr síðustu tveim leikjunum til þess að tryggja sætið sitt í umspilinu.

„Fyrst og fremst er það sætt að vinna leikinn, og ég er ánægður með kraftinn og orkuna í liðinu. Það er aðal atriðið, næsti leikur er Grindavík, þetta er ekki þannig séð komið þetta umspil. Aðal atriðið er líka bara að klára mótið af krafti. Þetta var sterkt skref í þá átt," sagði Jóhann.

ÍR hefur enn möguleika á að fara enn ofar í töflunni, þeir eru í raun bara fjórum stigum frá toppsætinu.

„Í fyrsta lagi erum við ekki klárir í umspilið, það eru ennþá bara sex stig í Keflavík. Þannig það er ekkert komið, svo skiptir það bara engu máli. Næsti leikur er Grindavík, og eftir þann leik ef hann fer vel, þá getum við verið búnir að tryggja okkur í umspil. Þá getum við líka verið í séns á fyrsta sæti, en ekki að það sé aðalatriðið, það er að við séum með hausinn rétt skrúfaðann og séum að tækla verkefnið á réttan hátt, sem mér finnst við vera að gera. Við erum með þannig lið, að við erum með stráka sem eru ekki vanir að vera í þessari stöðu. Við erum að lenda í því að vera í smá mótbyr, og bara geggjað að stíga upp úr því. Ég veit ekki hversu marga maður hefur hitt sem hafa spurt hvort það sé eitthvað 'panic', mér finnst það bara svo galið. Út frá stöðunni sem klúbburinn er í, að vera tala svona og hugsa svoleiðis, ég bara skil það ekki," sagði Jóhann.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner