Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
Venni: Þetta var karaktersigur
Sjáðu vítadóminn í Kórnum: „Vil helst ekki segja neitt um þetta“
Gunnar Már: Ég er hundsvekktur
Fylkir fékk umdeilda vítaspyrnu: „Ég held að við höfum alveg átt þetta inni“
„Veit ekki hversu marga maður hefur hitt sem hafa spurt hvort það sé eitthvað panic"
Gústi Gylfa: Vantaði bara hugrekki í okkur
Stórir póstar á leið í U19 verkefni á óheppilegum tíma - „Það koma bara aðrir menn inn og þeir fá tækifærið"
Haraldur Freyr: Við vorum bara litlir í okkur
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
banner
   fös 29. ágúst 2025 20:53
Haraldur Örn Haraldsson
Haraldur Freyr: Við vorum bara litlir í okkur
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Hrikaleg vonbrigði að koma hingað og tapa þessum leik," sagði Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur eftir 4-2 tap gegn ÍR í kvöld.


Lestu um leikinn: ÍR 4 -  2 Keflavík

„Við ætluðum að koma hingað og selja okkur dýrt, og vera með baráttu. Við vorum bara undir í því, því miður. Sérstaklega í fyrri háflleik, við byrjum leikinn hræðilega. Við erum búnir að fá á okkur sex eða sjö horn eftir tíu mínútur. Þeir spila mjög 'direct', voru að vinna fyrsta boltann og annan boltann. Blautur og erfiður völlur, og dómarinn leyfði mikið í báðar áttir. Eins og ég segi, við vorum bara undir," sagði Haraldur.

ÍR-ingar léku á alls oddi í fyrri hálfleik og Keflvíkingar áttu í miklum erfiðleikum með að stöðva þá.

„Það var mikið um löng innköst og hornspyrnur. Það var svo sem ekkert allt galopið. Við náðum að verjast ágætlega í byrjun, í þessum hornspyrnum. Við vorum bara litlir í okkur á köflum," sagði Haraldur.

Þetta tap þýðir að Keflavík þarf að treysta á úrslit hjá öðrum liðum til þess að eiga möguleika á að komast í efstu fimm sætin sem gefa umspil.

„Þó að maður fái nú bara þrjú stig fyrir sigur, þá var þetta klárlega sex stiga leikur, og þeir komnir sex stigum á undan okkur. Ég veit svo sem ekki hver staðan er í Fylkir-HK. Þetta er ekki lengur í okkar höndum en við þurfum að halda áfram, eigum Njarðvík næst heima," sagði Haraldur.


Athugasemdir