Man Utd vill Vlahovic - Al Nassr vill Casemiro - Real Madrid vill Van de ven
Sjáðu lætin á Króknum - Ætluðu að vaða í dómarana
Konni: Bara Derby slagur og við vel stilltir
Sverri Hrafn: Þetta var bara algjör þvæla
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
   fös 29. ágúst 2025 20:53
Haraldur Örn Haraldsson
Haraldur Freyr: Við vorum bara litlir í okkur
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Hrikaleg vonbrigði að koma hingað og tapa þessum leik," sagði Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur eftir 4-2 tap gegn ÍR í kvöld.


Lestu um leikinn: ÍR 4 -  2 Keflavík

„Við ætluðum að koma hingað og selja okkur dýrt, og vera með baráttu. Við vorum bara undir í því, því miður. Sérstaklega í fyrri háflleik, við byrjum leikinn hræðilega. Við erum búnir að fá á okkur sex eða sjö horn eftir tíu mínútur. Þeir spila mjög 'direct', voru að vinna fyrsta boltann og annan boltann. Blautur og erfiður völlur, og dómarinn leyfði mikið í báðar áttir. Eins og ég segi, við vorum bara undir," sagði Haraldur.

ÍR-ingar léku á alls oddi í fyrri hálfleik og Keflvíkingar áttu í miklum erfiðleikum með að stöðva þá.

„Það var mikið um löng innköst og hornspyrnur. Það var svo sem ekkert allt galopið. Við náðum að verjast ágætlega í byrjun, í þessum hornspyrnum. Við vorum bara litlir í okkur á köflum," sagði Haraldur.

Þetta tap þýðir að Keflavík þarf að treysta á úrslit hjá öðrum liðum til þess að eiga möguleika á að komast í efstu fimm sætin sem gefa umspil.

„Þó að maður fái nú bara þrjú stig fyrir sigur, þá var þetta klárlega sex stiga leikur, og þeir komnir sex stigum á undan okkur. Ég veit svo sem ekki hver staðan er í Fylkir-HK. Þetta er ekki lengur í okkar höndum en við þurfum að halda áfram, eigum Njarðvík næst heima," sagði Haraldur.


Athugasemdir