Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
Venni: Þetta var karaktersigur
Sjáðu vítadóminn í Kórnum: „Vil helst ekki segja neitt um þetta“
Gunnar Már: Ég er hundsvekktur
Fylkir fékk umdeilda vítaspyrnu: „Ég held að við höfum alveg átt þetta inni“
„Veit ekki hversu marga maður hefur hitt sem hafa spurt hvort það sé eitthvað panic"
Gústi Gylfa: Vantaði bara hugrekki í okkur
Stórir póstar á leið í U19 verkefni á óheppilegum tíma - „Það koma bara aðrir menn inn og þeir fá tækifærið"
Haraldur Freyr: Við vorum bara litlir í okkur
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
   fös 29. ágúst 2025 21:09
Stefán Marteinn Ólafsson
Stórir póstar á leið í U19 verkefni á óheppilegum tíma - „Það koma bara aðrir menn inn og þeir fá tækifærið"
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Njarðvík tók á móti Leikni R. í kvöld á JBÓ vellinum í Njarðvík þegar 20. umferð Lengjudeild karla hóf göngu sína. 

Njarðvíkingar höfðu tapað síðustu tveimur leikjum sínum en komust aftur á sigurbraut í kvöld með góðum sigri.


Lestu um leikinn: Njarðvík 3 -  1 Leiknir R.

„Gott að komast á sigurbraut aftur og sýna það að þó við höfum tapað þessum tveim leikjum þá vorum við ofan á í öllu data og tölum sem eru oft notaðar eftir leiki" sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga eftir sigurinn í kvöld.

„Það sem skiptir nátturlega mestu máli er hverjir skora mörkin og hversu mörg og við skoruðum meira en Leiknir í dag og fengum því sigurinn" 

Njarðvíkingar voru með öll völd í kvöld og leikurinn virkaði aldrei í neinni hættu.

„Mér fannst við byrja frábærlega. Við ætluðum að koma hérna og fara í svona erfiðan leik, Leiknir búnir að vera á rönni og það er momentum með þeim. Þetta er hörku hópur og hörku leikmenn hérna" 

„Við fórum bara í okkar grunngildi aftur og gerðum það þá aðeins betur og meiri fókus í því sem við vorum að gera. Mér fannst við vera bara á þeim frá fyrstu sekúndu" 

Njarðvíkingar mæta nágrönnum sínum í Keflavík í næstu umferð í Ljósanæturleiknum en verða þó án tveggja lykilmanna sem verða í U19 verkefni. 

„Þetta er bara rannsóknarverkefni afhverju Lengjudeildin á Íslandi er að spila á þessum tíma en enginn önnur deild í heiminum liggur við er að spila á þessum tíma" 

„Við erum að missa þarna tvo stóra pósta í liðinu okkar og það er eins og það sé liggur við verið að refsa okkur fyrir því að leyfa ungum leikmönnum að skína hjá okkur og gefa þeim tækifæri, hjálpa þeima að verða betri og fleirra með þessum glugga þarna en það er eins og það er og við þurfum bara að halda áfram. Það koma bara aðrir menn inn og þeir fá tækifærið. Þetta verður nátturlega risaleikur og mér hlakkar bara mjög til að fara til Keflavíkur og fara að kljást við þá þar" 

Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Þróttur R. 20 12 5 3 40 - 30 +10 41
2.    Njarðvík 20 11 7 2 46 - 23 +23 40
3.    Þór 19 12 3 4 45 - 26 +19 39
4.    ÍR 20 10 7 3 36 - 22 +14 37
5.    HK 20 10 4 6 37 - 27 +10 34
6.    Keflavík 20 9 4 7 47 - 37 +10 31
7.    Fylkir 20 5 5 10 31 - 29 +2 20
8.    Völsungur 19 5 4 10 32 - 47 -15 19
9.    Grindavík 19 5 3 11 35 - 55 -20 18
10.    Leiknir R. 20 4 5 11 20 - 39 -19 17
11.    Selfoss 19 5 1 13 21 - 36 -15 16
12.    Fjölnir 20 3 6 11 30 - 49 -19 15
Athugasemdir