Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
banner
   fös 29. ágúst 2025 21:09
Stefán Marteinn Ólafsson
Gústi Gylfa: Vantaði bara hugrekki í okkur
Lengjudeildin
Ágúst Gylfason þjálfari Leiknismanna
Ágúst Gylfason þjálfari Leiknismanna
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Leiknir heimsótti Njarðvík á JBÓ vellinum í kvöld þegar 20. umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína. 

Leiknismenn hafa verið á fínu skriði síðustu vikur en áttu lítið erindi í Njarðvíkinga í kvöld.


Lestu um leikinn: Njarðvík 3 -  1 Leiknir R.

„Við áttum ekkert meira skilið en þetta að tapa þessum leik" sagði Ágúst Gylfason eftir tapið í kvöld. 

„Við vorum góðir í einhvern kafla í seinni hálfleik en þá vantaði bara hugrekki í okkur, sérstaklega í fyrri" 

„Þegar þú ert með gott lið eins og Njarðvík og Þórsararnir eru líka hörku lið, þeir eru með 5-6 frábæra útlendinga sem þeir hafa fengið til liðs við sig. Það er ástæðan fyrir því að hluti af því að þeir eru á toppnum þessi lið og eru best í þessari deild. Við áttum bara í högg að sækja hérna allan tímann fyrir utan kannski síðasta korterið þegar við skorum mark og reyndum að komast inn í leikinn en súrt að fá ekki neitt úr þessum leik, við þurfum stig" 

Leiknismenn minnkuðu muninn í 3-1 og stuttu seinna virtust þeir vera að sleppa einir í gegn en flaggið fór á loft við litla hrifningu á bekknum þeirra og spjöldin fóru á loft. 

„Maðurinn hleypur innfyrir og er ekki rangstæður, það er klárt. Ég var í línu við manninn og var í línu við varnarlínuna hjá þeim og hann kemst bara einn í gegn en hann flaggar"

„Ég bað dómarann vinsamlegast að kíkja á það atvik betur því þeir kíkja á leikina örugglega eftir eins og við gerum og greina hann. Ég bað aðstoðardómarann að skoða þetta atvik mjög vel því að mínu viti var þetta ekki rangstaða og hann flaggar"

„Það voru 5-7 mínútur eftir af leiknum og þetta hefði getað snúið leiknum við og við fengið eitthvað út úr honum en þar með sagt líka að það hefði þá kannski verið rán hjá okkur að koma til baka á þennan hátt en það var tækifæri þarna sem að ég held að aðstoðardómarinn hafi tekið frá okkur en það verður þá bara að koma í ljós"

Nánar er rætt við Ágúst Gylfason í spilaranum hér fyrir ofan. 


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Þór 22 14 3 5 51 - 31 +20 45
2.    Njarðvík 22 12 7 3 50 - 25 +25 43
3.    Þróttur R. 22 12 5 5 43 - 37 +6 41
4.    HK 22 12 4 6 46 - 29 +17 40
5.    Keflavík 22 11 4 7 53 - 39 +14 37
6.    ÍR 22 10 7 5 38 - 27 +11 37
7.    Völsungur 22 7 4 11 36 - 52 -16 25
8.    Fylkir 22 6 5 11 34 - 32 +2 23
9.    Leiknir R. 22 6 5 11 24 - 40 -16 23
10.    Grindavík 22 6 3 13 38 - 61 -23 21
11.    Selfoss 22 6 1 15 25 - 44 -19 19
12.    Fjölnir 22 3 6 13 32 - 53 -21 15
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner