Man Utd vill Vlahovic - Al Nassr vill Casemiro - Real Madrid vill Van de ven
Sjáðu lætin á Króknum - Ætluðu að vaða í dómarana
Konni: Bara Derby slagur og við vel stilltir
Sverri Hrafn: Þetta var bara algjör þvæla
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
   fös 29. ágúst 2025 21:09
Stefán Marteinn Ólafsson
Gústi Gylfa: Vantaði bara hugrekki í okkur
Lengjudeildin
Ágúst Gylfason þjálfari Leiknismanna
Ágúst Gylfason þjálfari Leiknismanna
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Leiknir heimsótti Njarðvík á JBÓ vellinum í kvöld þegar 20. umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína. 

Leiknismenn hafa verið á fínu skriði síðustu vikur en áttu lítið erindi í Njarðvíkinga í kvöld.


Lestu um leikinn: Njarðvík 3 -  1 Leiknir R.

„Við áttum ekkert meira skilið en þetta að tapa þessum leik" sagði Ágúst Gylfason eftir tapið í kvöld. 

„Við vorum góðir í einhvern kafla í seinni hálfleik en þá vantaði bara hugrekki í okkur, sérstaklega í fyrri" 

„Þegar þú ert með gott lið eins og Njarðvík og Þórsararnir eru líka hörku lið, þeir eru með 5-6 frábæra útlendinga sem þeir hafa fengið til liðs við sig. Það er ástæðan fyrir því að hluti af því að þeir eru á toppnum þessi lið og eru best í þessari deild. Við áttum bara í högg að sækja hérna allan tímann fyrir utan kannski síðasta korterið þegar við skorum mark og reyndum að komast inn í leikinn en súrt að fá ekki neitt úr þessum leik, við þurfum stig" 

Leiknismenn minnkuðu muninn í 3-1 og stuttu seinna virtust þeir vera að sleppa einir í gegn en flaggið fór á loft við litla hrifningu á bekknum þeirra og spjöldin fóru á loft. 

„Maðurinn hleypur innfyrir og er ekki rangstæður, það er klárt. Ég var í línu við manninn og var í línu við varnarlínuna hjá þeim og hann kemst bara einn í gegn en hann flaggar"

„Ég bað dómarann vinsamlegast að kíkja á það atvik betur því þeir kíkja á leikina örugglega eftir eins og við gerum og greina hann. Ég bað aðstoðardómarann að skoða þetta atvik mjög vel því að mínu viti var þetta ekki rangstaða og hann flaggar"

„Það voru 5-7 mínútur eftir af leiknum og þetta hefði getað snúið leiknum við og við fengið eitthvað út úr honum en þar með sagt líka að það hefði þá kannski verið rán hjá okkur að koma til baka á þennan hátt en það var tækifæri þarna sem að ég held að aðstoðardómarinn hafi tekið frá okkur en það verður þá bara að koma í ljós"

Nánar er rætt við Ágúst Gylfason í spilaranum hér fyrir ofan. 


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Þór 22 14 3 5 51 - 31 +20 45
2.    Njarðvík 22 12 7 3 50 - 25 +25 43
3.    Þróttur R. 22 12 5 5 43 - 37 +6 41
4.    HK 22 12 4 6 46 - 29 +17 40
5.    Keflavík 22 11 4 7 53 - 39 +14 37
6.    ÍR 22 10 7 5 38 - 27 +11 37
7.    Völsungur 22 7 4 11 36 - 52 -16 25
8.    Fylkir 22 6 5 11 34 - 32 +2 23
9.    Leiknir R. 22 6 5 11 24 - 40 -16 23
10.    Grindavík 22 6 3 13 38 - 61 -23 21
11.    Selfoss 22 6 1 15 25 - 44 -19 19
12.    Fjölnir 22 3 6 13 32 - 53 -21 15
Athugasemdir