Man Utd vill Vlahovic - Al Nassr vill Casemiro - Real Madrid vill Van de ven
Sjáðu lætin á Króknum - Ætluðu að vaða í dómarana
Konni: Bara Derby slagur og við vel stilltir
Sverri Hrafn: Þetta var bara algjör þvæla
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
   fös 29. ágúst 2025 22:22
Kári Snorrason
Fylkir fékk umdeilda vítaspyrnu: „Ég held að við höfum alveg átt þetta inni“
Lengjudeildin
Arnar Grétarsson, þjálfari Fylkis.
Arnar Grétarsson, þjálfari Fylkis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir heimsótti HK í Kórinn fyrr í kvöld í 20. umferð Lengjudeildarinnar. Leikurinn var í járnum, markalaust þar til undir lok leiks þegar Fylkir fékk umdeilda vítaspyrnu. Þá steig Pablo Simon upp og kom Árbæingum yfir, skömmu síðar bætti Benedikt Daríus við öðru marki og tryggði Fylki sinn þriðja sigur í röð. Arnar Grétarsson, þjálfari Fylkis, mætti í viðtal að leik loknum.

Lestu um leikinn: HK 0 -  2 Fylkir

„Leikjunum er að fækka og við erum að koma okkur í ágæta stöðu, það er jákvætt. Mér fannst frammistaðan ekki frábær, þetta var baráttuleikur, stál í stál. Ef annað liðið var ofan á, þá fannst mér það vera HK.“

Aron Kristófer Lárusson var dæmdur brotlegur undir lok leiks er hann og Guðmundur Tyrfingsson voru í baráttu um boltann í teig HK.

„Svo er vítadómur undir blálokin og þeirra maður er rekinn út af. Ég held að við höfum alveg átt þetta inni, miðað við marga leiki sem við höfum spilað í sumar, að það myndi aðeins falla með okkur.“

„Þetta er búið að vera svolítið stöngin út, mér fannst þetta vera jafnteflisleikur. Það voru nánast engin færi í leiknum.“

Viðtalið við Arnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan og vítaspyrnudóminn hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner