Man Utd vill Ait-Nouri og hefur líka áhuga á Nkunku - Fulham og Leicester vilja fá Ferguson lánaðan - Dyche með fullan stuðning
   sun 10. ágúst 2014 14:01
Elvar Geir Magnússon
Eiður Aron á leið til Sandnes Ulf (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Aron Sigurbjörnsson, fyrirliði ÍBV, mun kveðja liðið eftir leikinn gegn FH í dag þar sem hann er á leið til Sandnes Ulf í Noregi. Þetta hefur Fótbolti.net fengið staðfest úr herbúðum ÍBV.

Sandnes Ulf er í erfiðri stöðu á botni norsku úrvalsdeildarinnar en landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson og sóknarmaðurinn Hannes Þ. Sigurðsson eru í herbúðum liðsins.

Eiður leikur í hjarta varnarinnar og á að aðstoða Sandnes Ulf að halda sæti sínu en liðið er átta stigum frá öruggu sæti.

Eiður er 24 ára gamall miðvörður og algjör lykilmaður hjá ÍBV sem er í fallbaráttunni í Pepsi-deildinni.

Leikur ÍBV og FH hefst klukkan 17:00 á Hásteinsvelli og verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.

Uppfært:
„Hann er bara á láni hjá okkur. Hann verður kallaður úr láni frá Örebro og seldur til Noregs. Það er voðalega lítið sem við getum gert,“ segir Óskar Örn Ólafsson í samtali við Vísi.is.
Athugasemdir
banner
banner
banner