Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markmiðið að halda sér uppi
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Gunnar Már: Við förum beint upp
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
   fim 10. ágúst 2017 21:12
Mist Rúnarsdóttir
Sísí: Tók nokkur víti í gær
Kvenaboltinn
Sísí átti flottan leik á miðjunni hjá ÍBV og skoraði jöfnunarmark liðsins úr vítaspyrnu á lokamínútunum
Sísí átti flottan leik á miðjunni hjá ÍBV og skoraði jöfnunarmark liðsins úr vítaspyrnu á lokamínútunum
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
„Þetta er ágætis stig á erfiðum útivelli,“ sagði Eyjakonan Sigríður Lára Garðarsdóttir er hún var innt eftir hennar fyrstu viðbrögðum við 2-2 jafnteflinu gegn Stjörnunni.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  2 ÍBV

„Við ætluðum okkur sigur og náðum að skora rétt fyrir hálfleik en náðum svo ekki alveg að halda. Það var þvílíkur karakter að koma til baka og ná þessu jöfnunarmarki“

Jöfnunarmark ÍBV kom í lokin á leiknum þegar hendi var dæmd á Kim Dolstra, varnarmann Stjörnunnar. Einhverjir vildu meina að Kim hefði handleikið boltann utan teigs og aðspurð um dóminn glotti Sísí og vildi lítið um hann segja enda dómarans að taka ákvörðunina. Sísí fór sjálf á punktinn og skoraði af miklu öryggi.

„Ég er búin að æfa þetta smá. Ég tók nokkur víti í gær og var smá stressuð,“ sagði landsliðskonan um vítaspyrnuna.

Þór/KA tapaði óvænt stigum fyrir norðan og Sísí er bjartsýn á framhaldið þó að ÍBV hafi ekki náð að vinna í kvöld og saxa þannig á forystu toppliðsins.

„Deildin er bara opin og mér finnst hún gríðarlega jöfn. Bæði í topp- og botnbaráttunni þannig að þetta verður spennandi seinni hluti.“

Hægt er að horfa á allt viðtalið við Sísí í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner