Mancehster United er í leit að varnarsinnuðum miðjumanni áður en glugginn lokar en Sander Berge, leikmaður Burnley, er mjög ofarlega á óskalista Ten Hag og félaga í United.
Burnley vill fá 30 milljónir punda fyrir norðmanninn. Berge hefur fundað með stjórnarmönnum Manchester United sem eru gífurlega viljugir í að fá hann á leikhús draumanna.
Berge er einnig talinn vilja fara til Manchester United frá Burnley en hann á 3 ár eftir af samningnum sínum hjá Burnley.
Þessi 26 ára gamli miðjumaður spilaði 37 deildarleiki með Burnley á seinustu leiktíð en hann á 46 landsleiki fyrir norska landsliðið og hefur skorað í þeim eitt mark.
Athugasemdir