Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 10. september 2020 19:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mike Ashley ósáttur við ensku úrvalsdeildina
Mikið var rætt og ritað um möguleg eigendaskipti Newcastle síðustu mánuði.
Mikið var rætt og ritað um möguleg eigendaskipti Newcastle síðustu mánuði.
Mynd: Getty Images
Mike Ashley vill selja Newcastle.
Mike Ashley vill selja Newcastle.
Mynd: Getty Images
Newcastle sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem félagið lýsti yfir óánægju sinni með ensku úrvalsdeildinni varðandi möguleg eigendaskipti félagsins.

Sádí-arabíski krónprinsinn Mohammed bin Salman leiddi fjárfestahóp á vegum ríkisins og ætlaði að kaupa úrvalsdeildarfélagið fyrir 300 milljónir punda.

Eigendaskiptin gengu þó gríðarlega hægt fyrir sig og fengu þau mikla athygli þar sem margir mótmæltu þeim af mannúðarástæðum, enda Salman afar umdeild persóna. Hann er meðal annars talinn bera ábyrgð á morði fréttamanns Washington Post. Jamal Khashoggi, í sádí-arabíska sendiráðinu í Tyrklandi.

Mike Ashley, hinn óvinsæli eigandi Newcastle, vill ólmur selja félagið og hann er ósáttur með það hvernig enska úrvalsdeildin hefur hagað sér í málinu. Í yfirlýsingu sagði Newcastle að enska úrvalsdeildin hefði einfaldlega hafnað eigendaskiptunum en enska úrvalsdeildin hefur svarað þessu og segir það ekki rétt.

„Stjórn úrvalsdeildarinnar hefur nokkrum sinnum gefið álit sitt á því hvaða aðilar talið er að muni hafa stjórn á félaginu ef skiptin ganga í gegn. Sú skoðun er byggð á lögfræðilegri ráðgjöf. Þetta þýðir að hugsanleg yfirtaka gæti haldið áfram á næsta stig ef viðkomandi aðilar veita allar viðeigandi upplýsingar. Þessir einstaklingar yrðu síðan skoðaðir af stjórninni," segir í yfirlýsingu frá ensku úrvalsdeildinni.

Nánar má lesa um málið á vef BBC.

Newcastle er spáð 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í spá fréttamanna Fótbolta.net. Newcastle hefur á undanförnum dögum opnað veskið til að fá inn nýja leikmenn, en enska úrvalsdeildin hefst aftur um helgina.

Sjá einnig:
„Sá fyrir mér byrjunarlið með Bale, Werner, Koulibaly, Kroos og Kane"
Athugasemdir
banner
banner