Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   þri 10. september 2024 19:24
Ívan Guðjón Baldursson
AB úr leik í danska bikarnum
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Holbæk 2 - 0 AB Kaupmannahöfn
1-0 M. Sjorslev ('50)
2-0 C. Blond ('88)
Rautt spjald: A. Oseni, Holbæk ('80)

AB Kaupmannahöfn er dottið úr leik í danska bikarnum eftir óvænt tap gegn Holbæk í dag.

AB leikur í þriðju efstu deild danska boltans og er þar í toppbaráttu á meðan Holbæk leikur deild fyrir neðan.

Þrátt fyrir gæðamun liðanna tókst Holbæk að taka forystuna snemma í síðari hálfleik. Þeir misstu svo mann af velli á 80. mínútu en tókst að innsigla sigurinn skömmu síðar þrátt fyrir að vera einum færri.

Lokatölur urðu 2-0 fyrir Holbæk.

Ágúst Eðvald Hlynsson var í byrjunarliði AB, sem leikur undir stjórn Jóhannesar Karls Guðjónssonar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner