Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 10. október 2021 07:00
Victor Pálsson
Ronaldo skoraði 112. landsliðsmarkið
Mynd: EPA
Cristiano Ronaldo skoraði sitt 112. landsliðsmark í gær er Portúgal mætti Katar í æfingaleik í Portúgal.

Ronaldo varð nýlega markahæsti landsliðsmaður allra tíma er hann skoraði sitt 109. mark fyrir landsliðið í undankeppni HM.

Ronaldo byrjaði æfingaleikinn við Katar í gær og skoraði fyrsta mark leiksins á 37. Mínútu og þar með mark númer 112.

Þeir Jose Fonte og Andre Silva bættu svo við tveimur mörkum fyrir Portúgal sem hafði betur með þremur mörkum gegn engu.

Ronaldo fékk hvíld í seinni hálfleik en Raphael Leao tók hans stöðu seinni 45 mínúturnar.
Athugasemdir
banner
banner