Salah draumur Sáda - Man Utd og Chelsea vilja miðvörð Benfica - Gyökeres vill fylgja Amorim
   fim 10. október 2024 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lofsöng Ástu Eir - „Þá fengum við mörk á okkur"
Ásta Eir Árnadóttir.
Ásta Eir Árnadóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks til margra ára, tilkynnti það á dögunum - með fallegu myndbandi - að hún væri að leggja skóna á hilluna.

Ásta Eir, fædd 1993, hefur alla tíð leikið fyrir Breiðablik. Hún var í lykilhlutverki upp yngri landslið Íslands og spilaði svo 12 A-landsleiki.

Hún endaði ferlinn á Íslandsmeistaratitili með Breiðabliki síðasta laugardag.

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, þjálfaði Ástu í mörg ár hjá Breiðabliki en hann var spurður út í hana á fréttamannafundi í Laugardalnum í gær.

„Ásta er náttúrulega bara frábær leikmaður sem hefur spilað ótrúlega vel fyrir Breiðablik," sagði Þorsteinn og hélt svo áfram.

„Það er örugglega áhugavert fyrir ykkur að skoða tölfræðina með Ástu í vörninni og þegar hún er ekki í vörninni. Þið þyrftuð að kíkja á það. Það segir margt um gæði hennar. Árið 2015 spilaði hún held ég tólf leiki hjá mér og við fengum ekkert mark á okkur. Svo fer hún út í skóla í Bandaríkjunum og þá fengum við mörk á okkur. Það er ýmisleg tölfræði sem hægt er að taka með hana sem segir mikið um gæði hennar. Hún er líka bara frábær persóna og það er sem maður saknar mest úr fótboltanum; frábær leikmaður, frábær félagi og fyrirmynd í alla staði."



Athugasemdir
banner
banner
banner