Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 10. nóvember 2020 14:24
Magnús Már Einarsson
Leik U21 og Armeníu frestað
Af U21 æfingu.
Af U21 æfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leik U21 karla gegn Armeníu í undankeppni EM 2021 sem fara átti fram á Kýpur á miðvikudaginn í næstu viku hefur verið frestað.

Beðið er eftir frekari upplýsingum frá UEFA um næstu skref í málinu, en óvíst er hvort að leikurinn muni fara fram, að því er fram kemur á heimasíðu KSÍ.

Leikurinn hafði áður verið færður á Kýpur vegna stríðsástands í Armeníu.

Ísland mætir Ítalíu á Víkingsvelli á fimmtudag og Írlandi ytra sunnudaginn 15. nóvember.

Íslenska liðið er í harðri baráttu um sæti á EM en efsta liðið í riðlinum fer beint á mótið á næsta ári og liðið í öðru sæti fer í umspil.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner