Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 10. nóvember 2021 14:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Elísa skoðar möguleika erlendis: Kannski síðasti dansinn fyrir mig
Elísa átti virkilega góðan leik gegn Kýpur í október og var valin best á vellinum.
Elísa átti virkilega góðan leik gegn Kýpur í október og var valin best á vellinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rasmus og Elísa
Rasmus og Elísa
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrirliðinn tók við Íslandsmeistaratitlinum í haust.
Fyrirliðinn tók við Íslandsmeistaratitlinum í haust.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elísa Viðarsdóttir æfði á dögunum með tveimur meistaraliðum á Norðurlöndunum. Hún æfði í Danmörku hjá HB Köge og í Svíþjóð hjá Rosengård. Fótbolti.net ræddi við Elísu í dag og spurði hana út í stöðu mála.

Sjá einnig:
Segir meistarana í Danmörku og Svíþjóð sýna Elísu áhuga

Ekki í mínum höndum
„Þetta er ekki í mínum höndum eins og staðan er núna. Ég fór út og kíkti á aðstæður eins og fram hefur komið í fjölmiðlum. Ég fékk að sýna mig og svo er umboðsmaðurinn minn með þetta hjá sér."

„Staðan er þannig að þarf mjög margt að ganga upp til þess að úr því verði að ég fari erlendis í ljósi fjölskylduaðstæðna. Vonandi fer þetta að skýrast fljótlega."

„Það gekk þokkalega á þessum æfingum, ég er kannski ekki sá leikmaður sem heillar einhvern með mörgum skærum og skotum í vinkilinn. En jú jú, ég mætti til dyrana eins og ég er klædd og reyndi að vera bara ég sjálf. Við sjáum hvort það skili sér,"
sagði Elísa.

Síðasti dansinn
Elísa er þrítug og spilar oftast sem hægri bakvörður. Hvað kemur til að hún sé að skoða að fara erlendis á þessum tímapunkti?

„Þetta er kannski síðasti dansinn fyrir mig sem leikmaður að komast erlendis. Ég tel mig vera á mjög góðum stað á mínum ferli, það er langt síðan að ég spilaði eins vel og ég gerði á síðasta tímabili. Þetta er möguleiki á nýrri áskorun þótt umhverfið í Val sé þannig að ég get bætt mig þar sem leikmaður. Umhverfið í Val er langt í frá slæmt og örugglega betra en í mörgum félögum í Evrópu. Mér líður vel bæði líkamlega andlega og tel mig eiga séns í þessar bestu og ég væri alveg til í að prufa mig út í heimi."

Hvernig hefur samtalið við Val verið núna í haust? „Félagið hefur sýnt mér mikinn skilning. Þeir hjá félaginu hafa alltaf vitað af þessum áhuga mínum og ef eitthvað kemur upp hef ég verið mjög heiðarleg og hreinskilin í samskiptum við þá."

Alltaf bónus að standa sig vel
Ertu með landsliðið í huga þegar þú ert að skoða þennan möguleika? „Ekkert frekar, það er auðvitað alltaf gott að spila í góðum deildum erlendis. Eins og síðustu ár hafa verið þá hef ég verið að bæta mig hjá Val og ég veit að ég mun koma til með að bæta mig á næsta ára, hvort sem ég verð í Val eða erlendis. Það er samt náttúrulega alltaf bónus að standa sig vel og þá kannski aukast líkurnar á spiltíma í landsliðinu - ekki spurning."

Líður báðum mjög vel hjá Val
Elísa er í sambandi með Rasmusi Christiansen sem einnig spilar með Val. Færi hann einnig erlendis ef þú ferð?

„Það er allt óráðið. Hann er samningsbundinn Val og það kæmi bara í ljós. Við ætlum bara að leysa stöðuna þegar að því kemur. Hvort sem við verðum sundur eða saman á næsta ári í einhverja mánuði - það verður bara að skýrast. Hann er mjög ánægður í Val eins og ég. Þessi staða sem ég er í frábær að vera með nokkra kosti og við sjáum hvað tíminn leiðir í ljós," sagði Elísa að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner