Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   mið 10. nóvember 2021 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rasmus vonar að Elísa byrji leiki á EM - Hefur ekki rætt við Val
Rasmus Christiansen er 32 ára miðvörður sem hefur verið á mála hjá Val síðan 2015.
Rasmus Christiansen er 32 ára miðvörður sem hefur verið á mála hjá Val síðan 2015.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
 Ég er ekki viss um að fólk hjá HB Köge eða Rosengård veit að hún er með manni sem er líka fótboltamaður.
Ég er ekki viss um að fólk hjá HB Köge eða Rosengård veit að hún er með manni sem er líka fótboltamaður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elísa Viðarsdóttir skoðar þessa stundina möguleika á því að spila erlendis á næsta tímabili. Elísa er fyrirliði Vals og varð Íslandsmeistari sem leikmaður liðsins í sumar. Samningur Elísu rann út í haust og er henni frjálst að halda annað.

Viðtal við Elísu:
Skoðar möguleika erlendis: Kannski síðasti dansinn fyrir mig

Elísa og Rasmus Christiansen eru í sambandi og Rasmus er samningsbundinn Val út næsta tímabil.

„Það er allt óráðið. Hann er samningsbundinn Val og það kæmi bara í ljós. Við ætlum bara að leysa stöðuna þegar að því kemur. Hvort sem við verðum sundur eða saman á næsta ári í einhverja mánuði - það verður bara að skýrast. Hann er mjög ánægður í Val eins og ég," sagði Elísa aðspurð hvort Rasmus kæmi til með að fylgja henni erlendis ef hún myndi semja við félag utan Íslands.

Viljum auðvitað helst vera saman
Fótbolti.net heyrði í Rasmusi í dag og spurði hann út í stöðuna. Ef að Elísa fær samning úti og ætlar að fara út. Hvernig lítur það út fyrir þér? „Ég eiginlega veit það ekki, ég segi eins og er. Hún er ekki búin að fá samningstilboð en við ræðum bara stöðuna ef slíkt kemur upp. Ég er með ár eftir af samningnum við Val og er þannig séð ekkert á leiðinni út, reikna bara með því að vera hjá Val," sagði Rasmus.

„Á móti erum við fjölskylda og viljum auðvitað helst vera saman. Þetta er ekkert komið neitt lengra og þýðir ekkert fyrir mig að spá neitt meira í þessu ef hún er svo ekki að fara."

Ekki rætt við Val
Hefur þú rætt við Heimi Guðjónsson eða stjórnarmenn hjá Val um stöðuna? „Nei, ferlið er komið það stutt að það hefur ekkert verið rætt. Elísa er búin að ræða við Val sem hún sjálf, ekki sem kærasta mín eða eitthvað annað. Ég er ekki viss um að fólk hjá HB Köge eða Rosengård veit að hún er með manni sem er líka fótboltamaður. Það er engin ástæða fyrir mig að ræða við Val á þessum tímapunkti."

Vonar að Elísa verði í byrjunarliðinu á EM
Vonaru fyrir hennar hönd að hún fái sénsinn á því að fara út?

„Það er auðvitað risastórt verkefni hjá landsliðinu næsta sumar. Ég vona að hún komist fyrst og fremst í hópinn en auðvitað líka að hún spili leikina á EM. Ef það hjálpar henni að vera hjá öðru liði en Val upp á byrjunarliðssæti í landsliðinu að gera, ég er enginn sérfræðingur þegar kemur að því. Ég vil auðvitað að hún komist í byrjunarliðið og fái að spila þessa leiki, fá þá upplifun. Ef að það að spila með góðu liði erlendis er það rétta í stöðuna þá að sjálfsögðu vona ég að það verði að veruleika. En ef hún telur að hún geti barist um byrjunarliðssæti með því að spila með Val þá yrði það líka bara geggjað," sagði Rasmus.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner