Arsenall vill fá Kudus - Man Utd skoðar að losa Zirkzee - Maignan til City og hvað verður um Davies og David?
   sun 10. nóvember 2024 17:29
Brynjar Ingi Erluson
Elías Rafn átti stórleik í tapi - Hlynur Freyr með stoðsendingu í lokaumferðinni
Elías Rafn var einn af bestu mönnum vallarins í tapi
Elías Rafn var einn af bestu mönnum vallarins í tapi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hlynur Freyr lagði upp eina mark Brommapojkarna
Hlynur Freyr lagði upp eina mark Brommapojkarna
Mynd: BP
Landsliðsmarkvörðurinn Elías Rafn Ólafsson átti stórleik í marki Midtjylland sem tapaði fyrir Viborg, 1-0, í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Elías Rafn er að eiga gott tímabil með Midtjylland og þó meistararnir hafi tapað í dag var það hann sem var að halda liðinu inn í leiknum.

Markvörðurinn var með 8,4 í einkunn á FootMob sem er í samstarfi við tölfræðifyrirtækið Opta. Elías átti sjö vörslur, þar af sex úr teignum.

Sóknarmenn Midtjylland voru í svipuðu basli hinum megin á vellinum en aðeins einn leikmaður var betri en Elías í leiknum. Það var Oscar Hedvall, markvörður Viborg. sem fékk 8,5.

Midtjylland er áfram á toppnum en það gæti breyst eftir leik FCK og AGF. FCK er að vinna 1-0 og mun liðið taka toppsætið með sigri.

Lokaumferðin í sænsku úrvalsdeildinni var spiluð í dag. Gísli Eyjólfsson var í byrjunarliði Halmstad sem tapaði 5-1 AIK. Birnir Snær Ingason var ónotaður varamaður. Halmstad hafnaði í 12. sæti með 33 stig.

Kolbeinn Þórðarson byrjaði hjá Gautaborg sem tapaði fyrir Mjällby, 1-0. Gautaborg bjargaði sér frá umspili í lokaumferðinni en liðið endaði með 31 stig í 13. sæti, aðeins einu sæti fyrir ofan umspil.

Andri Fannar Baldursson kom inn af bekknum hjá Elfsborg sem gerði markalaust jafntefli við Värnamo. Eggert Aron Guðmundsson var ekki með Elfsborg. Liðið hafnaði í 7. sæti með 45 stig.

Hlynur Freyr Karlsson lagði upp mark Brommapojkarna í 2-1 tapi gegn meistaraliði Malmö. Daníel Tristan Guðjohnsen var ekki í hópnum hjá Malmö. Brommapojkarna hafnaði í 10. sæti með 34 stig.

Ísak Andri Sigurgeirsson var í byrjunarliði Norrköping sem tapaði fyrir Djurgården, 3-1. Norrköping hafnaði í 11. sæti með 34 stig. Arnór Ingvi Traustason var ekki með Norrköping í leiknum.

Breki Baldursson kom þá inn á sem varamaður hjá Esbjerg sem vann 2-0 sigur á Roskilde í dönsku B-deildinni. Esbjerg er í 3. sæti með 28 stig.

Landsliðsframherjinn Andri Lucas Guðjohnsen kom inn af bekknum í 5-0 stórsigri Gent á Standard Liege í belgísku úrvalsdeildinni. Gent er í 5. sæti með 22 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner