Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 10. nóvember 2024 23:19
Brynjar Ingi Erluson
Framtíð Van Nistelrooy ræðst líklega á morgun - „Fannst skýrleikinn mikilvægur“
Ruud van Nistelrooy
Ruud van Nistelrooy
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Ruud van Nistelrooy stýrði sínum síðasta leik sem bráðabirgðastjóri Manchester United en Ruben Amorim tekur nú við keflinu af Hollendingnum.

Van Nistelrooy tók við til bráðabirgða eftir að Erik ten Hag var rekinn frá félaginu.

Eins og flestir vita þá lék Van Nistelrooy með United frá 2001 til 2006 og var í uppáhaldi hjá mörgum.

Hann stýrði liðinu í fjórum leikjum og tókst að vinna þrjá og gera eitt jafntefli en síðasti leikur hans var í dag er United vann 3-0 sigur á Leicester í ensku úrvalsdeildinni.

„Eina sem ég get gert er að lýsa augnablikinu, hvernig mér leið og sem ákveðna lokun á þessum fjórum leikjum. Framtíðin er opin, en svona leið mér. Þetta var fallegt augnablik sem ég gat deilt með stuðningsmönnunum.“

„Það sem var mikilvægast fyrir mér þegar ég byrjaði sem bráðabirgðastjóri þá var hugmyndin að ná stöðugleika og halda áfram að spila um það bil 85 prósent af því sem leikmenn eru vanir að spila og svo gera einhverjar litlar tilfæringar, breyta leikmönnum og hvíla þá.“

„Síðan nærðu að koma þínum hugmyndum og auðkenni inn. Maður reynir að koma sjálfstraustinu aftur í menn og þú gast bara séð gæðin hjá leikmönnunum. Það er enn margt sem hægt er að bæta en í síðustu fjórum leikjum hefur maður sé grunninn sem inniheldur sterka heild, góðan anda og leikmenn að berjast og reyna að ná í úrslit,“
sagði Van Nistelrooy.

Hollendingurinn var mjög ánægður með samskipti sín við félagið og skýrleikann. Hann átti bara að vera til bráðabirgða og kom það ekki til greina að hann starfið yrði varanlegt.

„Nei, mér fannst meira eins og ég væri bara að ljúka þessum kafla. Þetta var fallegt augnablik þar sem kringumstæður komu saman. Ég ber þeim mikið þakklæti og móttökurnar voru algerlega ótrúlegar.“

„Ég kunni að meta þau skýru samskipti sem ég átti við félagið. Ég átti að vera til bráðabirgða. Þetta gátu verið einn eða tveir leikir, en ég fékk fjóra. Mér fannst skýrleikinn mikilvægur.“


Ekki er útiloka að Van Nistelrooy verði áfram í þjálfarateymi United en hann fær að vita það betur í dag eða á morgun. Amorim kemur auðvitað með sitt eigið þjálfarateymi en það verður fróðlegt að sjá hvort það verður pláss fyrir Van Nistelrooy.

„Fyrir mér er félagið það mikilvægasta og ég er hér til að styðja það og vil halda því áfram. Í samskiptum okkar kom það fram að við myndum ræða saman eftir þessa fjóra leiki. Ég býst við að heyra í þeim í dag eða á morgun varðandi það,“ sagði Van Nistelrooy.
Athugasemdir
banner
banner
banner