Slúðurpakki dagsins - Það helsta í slúðrinu: Barcelona vill halda Rashford - Chelsea leiðir baráttuna um Vinicius
   sun 11. janúar 2026 21:09
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spænski Ofurbikarinn: Rautt spjald og fimm mörk í sigri Barcelona
Mynd: EPA
Barcelona 3 - 2 Real Madrid
1-0 Raphinha ('36 )
2-0 Robert Lewandowski ('45 )
2-1 Gonzalo Garcia ('45 )
2-2 Vinicius Junior ('45 )
3-2 Raphinha ('73 )
Rautt spjald: Frenkie de Jong, Barcelona ('90)

Barcelona vann spænska Ofurbikarinn þegar liðið mætti Real Madrid í úrslitum í Sádi-Arabiu í kvöld.

Það var markaveisla undir lok fyrri hálfleiksins. Raphinha kom Barcelona yfir. Vinicius Junior jafnaði metin þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Tveimur mínútum síðar kom Robert Lewandowski Barcelona aftur yfir en fyrri hálfleiknum var ekki lokið þar sem Gonzalo Garcia jafnaði metin í annað sinn fyrir Real.

Raphinha átti skot í D-boganum en hann rann um leið. Það kom ekki að sök því boltinn söng í netinu og það reyndist sigurmarkið.

Frenkie de Jong var rekinn af velli fyrir brot á Kylian Mbappe undir lokin en það kom ekki að sök. Barcelona vann Ofurbikarinn í 16. sinn.


Athugasemdir
banner