Slúðurpakki dagsins - Það helsta í slúðrinu: Barcelona vill halda Rashford - Chelsea leiðir baráttuna um Vinicius
banner
   sun 11. janúar 2026 18:54
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Versti árangur Man Utd í 44 ár
Mynd: EPA
Man Utd tapaði 2-1 gegn Brighton í 3. umferð enska bikarsins í kvöld. Liðið mun því aðeins spila í úrvalsdeildinni það sem eftir er af tímabilinu.

Man Utd tapaði gegn Grimsby í 2. umferð enska deildabikarsins fyrr á tímabilinu.

Þetta er í fyrsta sinn frá 1982 sem Man Utd fellur úr leik í fyrsta leik í báðum bikarkeppnunum.

Man Utd hafnaði í 15. sæti deildarinnar á síðustu leiktíð og tapaði úrslitaleik Evrópudeildarinnar gegn Tottenham sem þýðir að liðið spilar ekki í Evrópukeppni á þessu tímabili. Ruben Amorim var látinn taka pokann sinn á dögunum og Darren Fletcher var líklega að stýra sínum síðasta leik í kvöld áður en félagið ræður stjóra út tímabilið.

Tímabilið 2021/22 er síðasta tímabilið sem Man Utd spilaði ekki úrslitaleik.


Athugasemdir
banner
banner