Man Utd tapaði 2-1 gegn Brighton í 3. umferð enska bikarsins í kvöld. Liðið mun því aðeins spila í úrvalsdeildinni það sem eftir er af tímabilinu.
Man Utd tapaði gegn Grimsby í 2. umferð enska deildabikarsins fyrr á tímabilinu.
Man Utd tapaði gegn Grimsby í 2. umferð enska deildabikarsins fyrr á tímabilinu.
Þetta er í fyrsta sinn frá 1982 sem Man Utd fellur úr leik í fyrsta leik í báðum bikarkeppnunum.
Man Utd hafnaði í 15. sæti deildarinnar á síðustu leiktíð og tapaði úrslitaleik Evrópudeildarinnar gegn Tottenham sem þýðir að liðið spilar ekki í Evrópukeppni á þessu tímabili. Ruben Amorim var látinn taka pokann sinn á dögunum og Darren Fletcher var líklega að stýra sínum síðasta leik í kvöld áður en félagið ræður stjóra út tímabilið.
Tímabilið 2021/22 er síðasta tímabilið sem Man Utd spilaði ekki úrslitaleik.
Man Utd have been eliminated from both cup competitions at the first hurdle for the first time since 1981-82 ? pic.twitter.com/hqwqSHaoHr
— BBC Sport (@BBCSport) January 11, 2026
Athugasemdir




