Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 11. júní 2019 22:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hamren um morðhótanir: Þetta er klikkaður heimur
Icelandair
Erik Hamren.
Erik Hamren.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er búið að fjalla vel um aðdraganda leiks Íslands og Tyrklands sem fór fram á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland vann leikinn 2-1 og er hægt að lesa nánar um hann hérna.

Umræðan í aðdraganda leiksins snerist lítið um leikinn sjálfann heldur uppákomu í Leifsstöð þegar tyrkneska liðið lenti hér á landi. Tyrkir voru ósáttir við að þurfa að bíða í 80 mínútur. Þeir þurftu að fara í gegnum vegabréfaskoðun og öryggisleit vegna þess að þeir komu frá óvottuðum flugvelli.

Fjölmargir stuðningsmenn Tyrklands reiddust þá þegar maður beindi uppþvottabursta að fyrirliða tyrkneska liðsins við komuna til Íslands. Síðar hefur komið í ljós að umræddur maður er belgískur.

Hannes Þór Halldórsson, markvörður Íslands, sagði í viðtali eftir leik að leikmenn hefðu fengið hótanir eins og margir aðrir Íslendingar.

Erik Hamren, landsliðsþjálfari, talaði um þessar hótanir sem leikmenn hafa verið að fá á blaðamannafundi eftir leikinn. Vísir sagði frá.

„Ég var sorgmæddur í gær því mörgum leikmönnum frá Íslandi, ekki bara A-landslið karla, heldur líka U17 landsliðið, kvennalandsliðið og svo framvegis hafa borist hótanir," sagði Hamren.

„Þetta er klikkaður heimur. Leikmennirnir og liðin hafa ekkert með þetta að gera. Svo fá þau dauðahótanir."

„Þetta er klikkaður heimur að mínu mati."
Athugasemdir
banner