„Ég er svo hrikalega glaður," sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, eftir 2-1 sigur á Tyrklandi í undankeppni EM 2020 í kvöld.
Lestu um leikinn: Ísland 2 - 1 Tyrkland
„Þetta var æðislegt og gerist ekki betra."
„Við lokuðum á allt sem þeir voru að reyna og það er búið að vera aðdragandi að þessu, smá titringur - drama. Þeir eru búnir að vera að leggjast á okkur á okkar samfélagsmiðlum og það er búið að vera mikið af hótunum og ljótum skilaboðum. Við ætluðum að mæta klárir í dag og taka þetta verkefni og loka því."
„Það eru allir að fá fullt af skilaboðum," sagði Hannes, en margir Íslendingar hafa fengið ljót skilaboðum frá Tyrkjum undanfarna daga.
Ástæðan er sú að tyrknesku leikmennirnir þurftu að bíða í 80 mínútur á Keflavíkurflugvelli. Þeir þurftu að fara í gegnum vegabréfaskoðun og öryggisleit vegna þess að þeir komu frá óvottuðum flugvelli.
Fjölmargir stuðningsmenn Tyrklands reiddust þá þegar maður beindi uppþvottabursta að fyrirliða tyrkneska liðsins við komuna til Íslands. Síðar hefur komið í ljós að umræddur maður er belgískur.
„Það var alveg nóg eitt og sér að þurfa þrjú stig, en þetta gaf extra blóð á tennurnar."
Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Laumuðum okkur í reykmettað bakherbergi í Laugardalnum og gerðum upp stórfuðulegan aðdraganda að leiknum og glæsilega frammistöðu! @tomthordarson og @maggimar með mér #fotboltinet https://t.co/RdjiG4KURy
— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) June 11, 2019
Athugasemdir