Palace opið fyrir því að selja enska tvíeykið - Real Madrid vill að Man Utd nýti endurkaupsrétt sinn á Alvaro - Vardy orðaður við Leeds
Aðalsteinn Jóhann: Ég bjóst ekki við að ÍR myndi vinna þennan leik
Aida Kardovic: Það er sorglegt að sjá okkur tapa fjórum leikjum í röð
Bjarni: Gleði og hamingja
Alda Ólafsdóttir: Ótrúlega ánægð með fyrstu þrjú stigin
Skarphéðinn: Ógeðslega lélegt hjá okkur
Bergdís: Fannst úrslitin ekki segja nákvæmlega hvernig leikurinn spilaðist
Telma: Best fyrir mig í þessari stöðu útaf EM í sumar
Ólafur Hrannar: Skemmtilegur markmannskapall sem við höfum átt með Frömurum
Venni: Kjánalegt að stefna að einhverju öðru en að fara upp
Amin Cosic: Búinn að vera bíða eftir þessu marki í svona ár
Haraldur Freyr: Höllin er stór og þetta eru öðruvísi aðstæður
Ólafur Kristófer: Betra þegar það er minna að gera hjá mér
Gunnar Heiðar: Fannst við aldrei vera minna liðið
Árni Freyr: Óli varði víti svo við sættum okkur við stigið
„Verðum að taka þetta með okkur á koddann og koma graðir í næsta leik"
Gunnar Már: Sama hvað maður segir er ekki hlustað á mann
Hemmi: Við verðum þar, það er morgunljóst
„Þurfum að hætta því að kveikja ekki á okkur í byrjun"
„Það verða læti í okkur, það er alveg klárt"
Gunnar Heiðar: Verður gaman að fá þá á grasið okkar
   þri 11. júní 2019 22:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hannes: Mikið af hótunum og ljótum skilaboðum
Icelandair
Hannes stóð í marki Íslands.
Hannes stóð í marki Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er svo hrikalega glaður," sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, eftir 2-1 sigur á Tyrklandi í undankeppni EM 2020 í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  1 Tyrkland

„Þetta var æðislegt og gerist ekki betra."

„Við lokuðum á allt sem þeir voru að reyna og það er búið að vera aðdragandi að þessu, smá titringur - drama. Þeir eru búnir að vera að leggjast á okkur á okkar samfélagsmiðlum og það er búið að vera mikið af hótunum og ljótum skilaboðum. Við ætluðum að mæta klárir í dag og taka þetta verkefni og loka því."

„Það eru allir að fá fullt af skilaboðum," sagði Hannes, en margir Íslendingar hafa fengið ljót skilaboðum frá Tyrkjum undanfarna daga.

Ástæðan er sú að tyrknesku leikmennirnir þurftu að bíða í 80 mínútur á Keflavíkurflugvelli. Þeir þurftu að fara í gegnum vegabréfaskoðun og öryggisleit vegna þess að þeir komu frá óvottuðum flugvelli.

Fjölmargir stuðningsmenn Tyrklands reiddust þá þegar maður beindi uppþvottabursta að fyrirliða tyrkneska liðsins við komuna til Íslands. Síðar hefur komið í ljós að umræddur maður er belgískur.

„Það var alveg nóg eitt og sér að þurfa þrjú stig, en þetta gaf extra blóð á tennurnar."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner