Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   lau 11. júlí 2020 16:52
Sigurður Marteinsson
Jón Sveins: Fannst við byrja ágætlega
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram tapaði sínum fyrsta leik í Lengjudeild karla í dag þegar þeir töpuðu fyrir Leikni á heimavelli, 2-5. Jón Þórir Sveinsson þjálfari Fram var eðlilega nokkuð svekktur í leikslok.

Lestu um leikinn: Fram 2 -  5 Leiknir R.

„Mér fannst við byrja leikinn ágætlega. Fáum svo á okkur skrítið mark, þarna fyrsta markið og héldum samt áfram að stjórna leiknum fannst mér og fengum einhver tækifæri og möguleika á að búa til eitthvað. Svo skora þeir annað mark og eftir það var þetta bara brekka fyrir okkur. Við svolítið fannst mér lenda undir og á endanum töpuðum við fyrir mjög öflugu Leiknisliði í dag''.

Það vantaði hinn spræka Fred á miðjuna hjá Fram en hann var að glíma við smávægileg meiðsli í dag. Hann hefur verið frábær í byrjun móts og áttu Framarar í talsverðum erfiðleikum með að skapa sér færi og hefur fjarvera hans væntanlega eitthvað með það gera.

„Jú jú alveg klárlega en þetta er bara eins og það er. Það munu verða meiðsli og einhver smá forföll og við vorum með kannski pínu laskað lið í dag. Nokkir frá vegna smávægilegra meiðsla og aðrir tæpir í að spila leikinn. Það er bara þannig. Stutt á milli og lítill tími til að ná sér þannig að maður verður bara að lifa við það''.

Fram á hörkuleik í næstu umferð en þá mæta þeir Grindavík á útivelli. Jóni líst bara vel á þann leik.

„Bara frábært og það er kannski kosturinn við þetta mót að þú hefur ekkert langan tíma til þess að hvorki velta þér upp úr svona tapi eða þá að fagna mikið sigrunum heldur bara kemur strax verkefni og við hljótum að mæta í þann leik staðráðnir í að bæta fyrir þetta og sýna að við séum gott lið''.




Athugasemdir
banner
banner
banner