Toney fer ekki í janúar - Lewandowski ákveður framtíðina bráðlega - Munoz dreymir um Man Utd - Bayern og Dortmund keppast um De Cat
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
banner
   lau 11. júlí 2020 16:52
Sigurður Marteinsson
Jón Sveins: Fannst við byrja ágætlega
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram tapaði sínum fyrsta leik í Lengjudeild karla í dag þegar þeir töpuðu fyrir Leikni á heimavelli, 2-5. Jón Þórir Sveinsson þjálfari Fram var eðlilega nokkuð svekktur í leikslok.

Lestu um leikinn: Fram 2 -  5 Leiknir R.

„Mér fannst við byrja leikinn ágætlega. Fáum svo á okkur skrítið mark, þarna fyrsta markið og héldum samt áfram að stjórna leiknum fannst mér og fengum einhver tækifæri og möguleika á að búa til eitthvað. Svo skora þeir annað mark og eftir það var þetta bara brekka fyrir okkur. Við svolítið fannst mér lenda undir og á endanum töpuðum við fyrir mjög öflugu Leiknisliði í dag''.

Það vantaði hinn spræka Fred á miðjuna hjá Fram en hann var að glíma við smávægileg meiðsli í dag. Hann hefur verið frábær í byrjun móts og áttu Framarar í talsverðum erfiðleikum með að skapa sér færi og hefur fjarvera hans væntanlega eitthvað með það gera.

„Jú jú alveg klárlega en þetta er bara eins og það er. Það munu verða meiðsli og einhver smá forföll og við vorum með kannski pínu laskað lið í dag. Nokkir frá vegna smávægilegra meiðsla og aðrir tæpir í að spila leikinn. Það er bara þannig. Stutt á milli og lítill tími til að ná sér þannig að maður verður bara að lifa við það''.

Fram á hörkuleik í næstu umferð en þá mæta þeir Grindavík á útivelli. Jóni líst bara vel á þann leik.

„Bara frábært og það er kannski kosturinn við þetta mót að þú hefur ekkert langan tíma til þess að hvorki velta þér upp úr svona tapi eða þá að fagna mikið sigrunum heldur bara kemur strax verkefni og við hljótum að mæta í þann leik staðráðnir í að bæta fyrir þetta og sýna að við séum gott lið''.




Athugasemdir
banner
banner