Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
banner
   lau 11. júlí 2020 16:52
Sigurður Marteinsson
Jón Sveins: Fannst við byrja ágætlega
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram tapaði sínum fyrsta leik í Lengjudeild karla í dag þegar þeir töpuðu fyrir Leikni á heimavelli, 2-5. Jón Þórir Sveinsson þjálfari Fram var eðlilega nokkuð svekktur í leikslok.

Lestu um leikinn: Fram 2 -  5 Leiknir R.

„Mér fannst við byrja leikinn ágætlega. Fáum svo á okkur skrítið mark, þarna fyrsta markið og héldum samt áfram að stjórna leiknum fannst mér og fengum einhver tækifæri og möguleika á að búa til eitthvað. Svo skora þeir annað mark og eftir það var þetta bara brekka fyrir okkur. Við svolítið fannst mér lenda undir og á endanum töpuðum við fyrir mjög öflugu Leiknisliði í dag''.

Það vantaði hinn spræka Fred á miðjuna hjá Fram en hann var að glíma við smávægileg meiðsli í dag. Hann hefur verið frábær í byrjun móts og áttu Framarar í talsverðum erfiðleikum með að skapa sér færi og hefur fjarvera hans væntanlega eitthvað með það gera.

„Jú jú alveg klárlega en þetta er bara eins og það er. Það munu verða meiðsli og einhver smá forföll og við vorum með kannski pínu laskað lið í dag. Nokkir frá vegna smávægilegra meiðsla og aðrir tæpir í að spila leikinn. Það er bara þannig. Stutt á milli og lítill tími til að ná sér þannig að maður verður bara að lifa við það''.

Fram á hörkuleik í næstu umferð en þá mæta þeir Grindavík á útivelli. Jóni líst bara vel á þann leik.

„Bara frábært og það er kannski kosturinn við þetta mót að þú hefur ekkert langan tíma til þess að hvorki velta þér upp úr svona tapi eða þá að fagna mikið sigrunum heldur bara kemur strax verkefni og við hljótum að mæta í þann leik staðráðnir í að bæta fyrir þetta og sýna að við séum gott lið''.




Athugasemdir
banner