Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 11. ágúst 2020 20:18
Brynjar Ingi Erluson
Fjögur lið í Pepsi Max-deildinni á eftir Fred Saraiva
Fred Saraiva í leik með Fram í sumar
Fred Saraiva í leik með Fram í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir, FH, ÍA og Valur hafa áhuga á því að fá Fred Saraiva frá Fram en þetta herma heimildir Fótbolta.net.

Fred er 23 ára gamall sóknartengiliður en hann kom til Fram frá Brasilíu árið 2018.

Hann hefur lyft upp sóknarleik Framara á þessari leiktíð en hann hefur gert átta mörk í ellefu leikjum í deild- og bikar.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hafa fjögur félög í Pepsi Max-deildinni áhuga á að fá hann. Félögin sem um ræðir er FH, Fylkir, ÍA og Valur en Fred verður samningslaus eftir tímabilið.

Fram er í toppbaráttu í Lengjudeildinni og yrði því mikill missir fyrir Fram ef hann ákveður að taka skrefið upp í Pepsi Max-deildina á næstu misserum.
Athugasemdir
banner
banner
banner